Fréttir

Fagfélögin veita Rauða kross Íslands jólastyrk

22 des. 2020

F.v. Elmar Hallgrímsson, Hilmar Harðarson, Vilhjálmur Sveinsson, Pálmi Finnbogason, Björg Kjartansdóttir, Óskar H. Gunnarsson, Georg Páll Skúlason og Kristján Þórður Snæbjarnarson.

 

„Rauði krossinn á Íslandi veitir fólki sem býr við fátækt eða á í erfiðleikum, sérstaka aðstoð fyrir jólin með hjálp frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Markmið jólaaðstoðar Rauða krossins er að aðstoða þá sem eiga erfitt með að halda gleðileg jól vegna bágrar fjárhagsstöðu. Aðstoðin felst í fjárstyrkjum, matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á.“

Byggiðn – Félag byggingamanna,

FIT – Félag iðn- og tæknigreina,

MATVÍS – Matvæla- og veitingafélag Íslands,

RSÍ – Rafiðnaðarsamband Íslands og

Samiðn – samband iðnfélaga,

hafa að þessu sinni ákveðið að veita innanlandsstarfi Rauða kross Íslands fjárstuðning fyrir jólin og vilja með því styrkja Rauða krossinn í því mikilvæga verkefni að styðja þá fjárhagslega sem höllustum fæti standa í samfélaginu og þá sérstaklega yfir jólahátíðina.

Iðnfélögin sem standa að 2F Húsi Fagfélaganna eru nú að ljúka sínu fyrsta starfsári í sameiginlegu húsnæði og með sameiginlega þjónustuskrifstofu, en markmiðið með nánara samstarfi er að efla starf félaganna og auka vægi þeirra til hagsbóta fyrir félagsmenn sína og iðngreinarnar í landinu.

Við óskum Rauða krossinum velfarnaðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

 

Til baka

Póstlisti