Fagfélögin bjóða í kaffi þann 1. maí nk.
29 apr. 2024
Fagfélögin bjóða félagsfólki í kaffi þann 1. maí næstkomandi, líkt og undanfarin ár. Kaffið hefst að kröfugöngu lokinni klukkan 14:00 að Stórhöfða 29-31. Gengið er inn í húsið Grafarvogsmegin Fagélögin óska vinnandi stéttum til hamingju með baráttudag verkalýðsins, 1. maí og vona að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í hátíðahöldunum. Slagorð dagsins að þessu sinni er Sterk hreyfing – sterkt samfélag.