Fréttir

Endurskoðuð hagspá ASÍ – botninum náð í árslok

10 jún. 2010

Í endurskoðaðri spá hagdeildar ASÍ um horfur í efnahagsmálum til ársins 2013 er gert ráð fyrir heldur minni samdrætti í efnahagslífinu en áður þó enn sé staðan erfið og svigrúm heimila og fyrirtækja mjög takmarkað. Hagdeildin spáir því að landsframleiðslan dagist saman um 4,8 % í ár, sem sem er ívíð minna en gert var ráð fyrir í febrúar, en undir lok þessa árs verði botni niðursveiflunar náð og hægur viðsnúningur hefjist.

Atvinnuástandið er erfitt og áfram útlit fyrir mikið atvinnuleysi næstu misserin þó horfurnar séu heldur betri en í febrúar. Hagdeildin spáir því að atvinnuleysi verði 9,6% á yfirstandandi ári sem jafngildir því að um 16.000 manns verði að meðaltali án atvinnu á árinu. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi nái hámarki í upphafi næsta árs en þá taki hægt að draga úr því og atvinnuleysið verði komið niður undir 7% á árinu 2013. Til að koma í veg fyrir að atvinnuleysið verði þrálátur vandi til lengri tíma með þeim vondu afleiðingum sem það hefur fyrir einstaklinga og samfélgið allt er mikilvægt að hraða endurreisn atvinnulífsins og fjölga nýjum störfum. Verði ekki með markvissum hætti unnið að þessu er hætta á að hærra varanlegt atvinnuleysi en áður hefur þekkst hér á landi festi sig í sessi.

Skýrsluna má sjá í heild sinni hér

Til baka

Póstlisti