Fréttir

Dagur íslensks prentiðnaðar

4 feb. 2015

 

 pdagur

 

Þann 6. febrúar 2015 standa IÐAN fræðslusetur, Félag bókagerðarmanna og Samtök Iðnaðarins, fyrir degi íslensks prentiðnaðar. Á þessum degi ætlar starfsfólk í prent- útgáfu og hönnunariðnaði að hittast í Vatnagörðum 20 (nýtt húsnæði IÐUNNAR) og fræðast og skemmta sér saman. Undirbúningur er á lokastigi og kynningar í gangi. Frá kl. 15.00-18.00 verða fluttir rúmlega 20 fyrirlestrar og örnámskeið í fjórum kennslustofum. Frá kl. 18.00-20.00 verður skemmtun með tónlist og léttum veitingum. 

 

Þema dagsins:

Tækniframfarir = Hvar felast tækifæri? hvað gæti kveikt áhuga þinn varðandi tækni og nýjungar í prent- og útgáfuiðnaði?

Tölvunámskeið = Hvers konar stutt hugbúnaðarnámsekið langar þig að fá? Er eitthvað sem brennur á sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi hjá IÐUNNI? Er einhver sérstakur fyrirlesari sem gæti deilt með okkur hagnýtri þekkingu?

Handverk og hönnun = Mikill áhugi hefur kviknað fyrir hæðarprentun á undanförnum misserum. Er eitthvað handverk sem þú vilt skoða? Er eitthvað handverk sem þú vilt jafnvel fá að heyra  fjallað um af okkar (h) eldri handverksmönnum/konum ? Er einhver verðmæt og nauðsynleg þekking að tapast?

Straumar og stefnur í sölu- og stjórnun =  Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú? Hverju viltu bæta við? Hvað gæti gefið þér eða vinnustað þínum samkeppnisforskot? 

Til baka

Póstlisti