Fréttir

Búið að opna tjaldsvæðið í Miðdal

15 jún. 2015

unnamed 1

Í Miðdal er glæsilegt tjaldsvæði með góðu þjónustuhúsi með salernis- og sturtuaðstöðu. Gott leiksvæði er við tjaldsvæðið þar sem eru leiktæki fyrir börn; ærslabelgur, körfuboltavöllur og minigolf. Félagsmenn greiða 1.200 kr. á tjald, pr. nótt gegn framvísun félagsskírteinis en gestir félagsmanna greiða kr. 1.800 á tjald pr. nótt.  Félagsmenn geta keypt klippikort 10 nætur á 7.500 kr.  Rafmagn kostar 500 kr. pr. nótt. 

Sjá allar nánari upplýsingar hér

Til baka

Póstlisti