Fréttir

Rúnar og Ísak Örn sigruðu bridgemót Grafíu 2015

1 nóv. 2015

 

Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigurðsson sigruðu tvímenningskeppni Grafíu sem haldin var sunnudaginn 1. nóvember s.l.

Sex pör mættu til leiks. Keppt var um rétt til þátttöku á bridgehátíð Bridgesambands Íslands og einnig voru veitt bókaverðlaun.  

Í fyrsta sæti urðu Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigurðsson með 83 stig, í öðru sæti Guðjón Garðarsson og Kristján Albertsson með 62 stig og í þriðja sæti Sigurður Sigurjónsson og Guðni Ingvarsson með 60 stig. Spilastjóri var Rúnar Gunnarsson.

Bridge2015 vinningshafar 

Verðlaunahafar F.v. Guðjón, Kristján, Guðni, Sigurður, Ísak Örn og Rúnar.

Til baka

Póstlisti