Fréttir

Bridgemót FBM 2010

1 nóv. 2010

Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigurðsson sigruðu árlega tvímenningskeppni FBM sem haldin var sunnudaginn 31. október s.l.

Fimm pör mættu til leiks. Keppt var um rétt til þátttöku á bridgehátíð Bridgesambands Íslands.

Í upphafi móts minntust félagar Trausta Finnbogasonar sem lést 4. september s.l. en hann spilaði reglulega í bridgemótum FBM.

Í fyrsta sæti urðu Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigurðsson með 68 stig, í öðru sæti Jón Úlfljótsson og Þórarinn Beck með 63 stig og í þriðja sæti Guðjón Garðarsson og Kristján Albertsson með 59 stig. Spilastjóri var Rúnar Gunnarsson.

img_4260

Verðlaunahafar F.v. Jón Úlfljótsson, Þórarinn Beck, Ísak Örn Sigurðsson, Rúnar Gunnarsson, Guðjón Garðarsson og Kristján Albertsson.

img_4258

F.v. Rúnar Gunnarsson, Guðmundur Sigurjónsson, Ísak Örn Sigurðsson og Sigurður Sigurjónsson.

Til baka

Póstlisti