Breytingar á skrifstofu GRAFÍU og nýtt símanúmer
14 mar. 2019
Mánudagurinn 4. mars var fyrsti dagur sameiginlegrar skrifstofu Byggiðnar, Grafíu, FIT, MATVÍS, RSÍ og Samiðnar, á Stórhöfða 31. Búið er að taka upp eitt sameiginlegt símanúmer 540-0100.
Gömlu símanúmerin eru hins vegar enn í gildi en færast yfir á nýtt símanúmer. Gamla númerinu verður þó lokað eftir einhvern tiltekin tíma og þá er ágætt að félagsmenn leggi sem fyrst nýtt símanúmer á minnið.
Nýtt símkerfi hefur einnig verið tekið í notkun í húsakynnum GRAFÍU og hér eftir verður öllum símtölum svarað í móttöku og þaðan send til einstakara aðila.