Fréttir

Bransadagar Iðunnar 2024

13 maí. 2024

 

 

 

 

 

Bransadagar Iðunnar verða haldnir 14. – 16. maí og eru helgaðir nýsköpun í iðnaði. Á Bransadögum deila hátt í þrjátíu sérfræðingar þekkingu sinni og reynslu. Miðvikudaginn 15.maí verður lifandi dagskrá í húsinu. Við opnum húsið fyrir gestum allan daginn. Komið í heimsókn og prófið nýja tækni, ný tól. Hægt er að skrá sig á einstaka fyrirlestra.  Skráning er á vefnum www.bransadagar.is.

Bransadögum lýkur með partý í Vatnagörðum og við lofum miklu fjöri. Um er að ræða stærsta fræðsluviðburð Iðunnar fræðsluseturs frá upphafi. PopUp veitingastaður í Vatnagörðum og partý!

Dagskráin er metnaðarfull og kemur vonandi félagsfólki okkar skemmtilega á óvart. Þann 16. maí höldum við partý og þá opnar heill veitingastaður í tilefni Bransadaga í Vatnagörðum.

Partýið hefst klukkan 17:00, gestum verður boðið upp á veitingar frá Flóru, Bergur Ebbi flytur uppistand og Júlladiskó heldur uppi fjörinu. Þeir sem skrá sig á www.bransadagar.is og mæta eiga kost á því að vinna til glæsilegra vinninga í happdrætti!

Til baka

Póstlisti