Bókagerðarnámskeið
30 maí. 2018
Hvenær verður bók að bókverki?
Listakonan Brooke Holve heldur tvö námskeið í bókagerð í samstarfi við Gullkistuna á Laugarvatni. Þar mun hún leiða þátttakendur í gegnum ýmsar tilraunir og vinnuferli um tvær ólíkar gerðir bókbands. Hvort námskeið verður í 3 daga. Hægt er að velja annað námskeiðið eða bæði. Í lok síðasta dagsins verður sýning á öllu sem unnið hefur verið á námskeiðunum.
20. – 22. júní – Drumleaf
24. – 26. júní – Cover Book
27. júní verður sett upp sameiginleg sýning á öllu sem unnið hefur verið að á námskeiðinu.
Verð 45.000 fyrir eitt námskeið, 90.000 fyrir bæði.
Innifalið í verði: Léttur hádegismatur, kaffi m/meðlæti og kvöldverður.
Brooke býr og starfar í Sebastopol í Bandaríkjunum. Hún er virkur myndlistarmaður og eru verkin hennar ýmist lágmyndir, innsetningar eða bókverk og mjög oft er hráefnið gamalt og endurunnið, gjarnan gamlar bækur. Hún heldur fyrirlestra og námskeið víða m.a. í bókagerð og prentun. Sjá nánar brookeholve.com. Brooke kom fyrst til Íslands árið 2012 og dvaldi þá við vinnu hjá Gullkistunni.
Hún hefur síðan þá komið aftur og aftur og sjást þess merki víða í hennar vinnu.
Skráning: gullkistan@gullkistan.is – * Athugið að sækja um námsstyrki hjá stéttarfélögum.