Björk Marie Villacorta hlaut silfurverðlaun fyrir góðan árangur á sveinsprófi í prentsmíð
11 feb. 2020
Björk starfar sem prentsmiður í Svansprenti og lærði þar undir handleiðslu Þorgeirs Vals Ellertssonar. Hún hlaut silfurverðlaun fyrir góða frammistöðu á sveinsprófi á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, laugardaginn 8. febrúar 2020 í Ráðhúsi Reykjavíkur. GRAFÍA óskar henni innilega til hamingju og óskar henni góðs gengis í framtíðinni. Hér má sjá ýmislegt frá hátíðinni.
Guðni Th. Jóhannesson, Björk Marie og Þorgeir Valur