Fréttir

Atvinnustaða félagsmanna í nóvember 2009

29 des. 2009

Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun fyrir nóvember 2009 voru 7,5% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir og fá greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði.

Alls hafa um 4,6% félagsmanna fengið uppsögn á árinu 2009. Nokkur hluti er enn að vinna uppsagnarfrest og munu væntanlega fara á atvinnuleysisbætur um áramót, en allnokkrir hafa þegar fengið aðra vinnu eða eru farnir í nám. Í dag eru alls 9% virkra félagsmanna atvinnulausir.

Um 30% félagsmanna í tíu fyrirtækjum hafa verið í skertu starfshlutfalli um einhvern tíma og tóku skerðingarnar gildi frá desember 2008 til 1. mars 2009. Í dag eru 18% virkra félagsmanna í skertu starfshlutfalli, sem samsvarar 3,8% minnkun á atvinnuleysi í greininni.

Samkvæmt ofangreindu eru 27% virkra félagsmanna atvinnulausir eða í skertu starfshlutfalli og enn ríkir óvissa um hvernig atvinnustaða muni verða á komandi mánuðum.

Reykjavík, 22. desember 2009.
Fh. Félags bókagerðarmanna
Georg Páll Skúlason, formaður

Til baka

Póstlisti