Fréttir

Atvinnustaða félagsmanna í janúar 2012

22 mar. 2012

Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun í febrúar 2012 voru 6,4% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir í janúar og fá greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
Atvinnuleysi félaga í Félagi bókagerðarmanna hefur minnkað jafnt og þétt frá því sem það var hæst í ágúst 2009, en þá var atvinnuleysi 9,2%. Árið 2011 var atvinnuleysi meðal virkra félaga í atvinnuleit að jafnaði 5,6% til 6,5% og í janúar 2011 mældist það 6,3% eða álíka mikið og í ársbyrjun 2012.
Atvinnuleysi hér á landi núna í febrúar var 7,6% og er atvinnuleysi félaga í FBM því rúmlega einu prósentustigi lægra en landsmeðaltal, en hefur iðulega verið svipað og atvinnuleysi á landsvísu á undangengnum árum.

Til baka

Póstlisti