Fréttir

Atkvæðagreiðsla um verkfallsheimild

19 maí. 2015

Samninganefnd félagsins hefur samþykkt að láta fara fram atkvæðagreiðslu um verkfallsheimild vegna kjarasamnings Grafíu/FBM við Samtök atvinnulífssins. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og stendur yfir dagana 24. maí til kl. 10 1. júní. Samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í byrjun mars og því miður hefur enn enginn árangur verið af viðræðum. Því er nauðsynlegt að brýna vopnin og grípa til þessa úrræðis. Félög og sambönd iðnaðarmanna hafa gefið út sameiginlega fréttatilkynningu sem birtist hér á vefnum þar sem farið er nánar yfir fyrirkomulag og tímasetningar á verkfalli að því gefnu að það verði samþykkt.

Til baka

Póstlisti