Atkvæðagreiðsla um verkfallsheimild í gangi, lýkur kl.10 1. júní
29 maí. 2015
Atkvæðagreiðsla um verkfallsheimild vegna kjarasamnings Grafíu/FBM við Samtök atvinnulífssins er hafin. Atkvæðagreiðslan er rafræn og stendur yfir dagana 24. maí til 1. júní kl. 10.
Búið er að senda út bréf til félagsmanna sem ættu að berast öðru hvoru megin við hvítasunnuhelgina. Í kynningarbréfinu er auðkenni sem félagsmenn nota til að fara inná rafræna kosningu. Ef einhver vandamál koma upp er best að hafa samband við skrifstofu félagsins eða senda póst á fbm@fbm.is
Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt og sýna hug sinn í verki. Afar mikilvægt er að þátttaka sé góð til að samninganefnd félagsins fái skýr skilaboð.
Á fbm.is má nálgast allar upplýsingar um kjaradeiluna í fréttum sem birst hafa.