Fréttir

ASÍ -UNG stofnsett

30 maí. 2011

Stofnþing ASÍ-UNG var haldið föstudaginn 27. maí. ASÍ-UNG er samstarfsvettvangur ungs fólks á aldrinum 18-35 ára innan ASÍ. Formaður ASÍ-UNG mun sitja miðstjórnarfundi ASÍ og ASÍ-UNG mun eiga fulltrúa á þingum ASÍ. Í stjórn ASÍ eiga sæti 9 aðalmenn og 9 varamenn frá öllum aðildarfélögum ASÍ.

Í fyrstu stjórn ASÍ-UNG voru valin.

Formaður ASÍ-UNG er Helgi Einarsson frá Félagi nema í rafiðnum

Aðrir í stjórn eru:
Friðrik Guðni Óskarsson, FIT
Ása Margrét Birgisdóttir, Eining-Iðja
Sverrir K. Einarsson, AFL er varaformaður ASÍ-UNG
Einar Hannes Harðarson, Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur
Elín G. Tómasdóttir, Stéttarfélag Vesturlands
Guðfinna Alda Ólafsdóttir, VR
Elín Jóhanna Bjarnadóttir, Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri er ritari ASÍ-UNG
Guðni Gunnarsson, VM

 

Hrafnhildur Ólafsdóttir frá FBM mun sitja í varastjórn næsta árið.

 

Í ávarpi sínu á stofnþingi ASÍ-UNG  sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að rödd unga fólksins þurfi að hljóma sterkar innan Alþýðusambandsins og til þess væri stofnað til þessa vettvangs ASÍ-UNG. Miklar vætningar væru bundnar við að áherslur ungs fólks fléttist inn í starf ASÍ með sýnilegum hætti, t.d. með aðkomu að miðstjórn.

Gylfi sagði stofnun ASÍ-UNG merkan og mikilvægan áfanga í sögu ASÍ. Ljóst væri að mörg aðildarfélög ASÍ hefðu kraftmikið ungt fólk innan sinna vébanda, það hefði hins vegar vantað vettvang innan heildarsamtakanna til þess að virkja unga fólkið. Þegar ASÍ hefur kannað afstöðu fólks til verkalýðshreyfingarinnar hefur komið í ljós að áhugi ungs fólks á stéttarfélagsmálum er mikill. Það stafar væntanlega af því að ungt fólk hefur snemma þátttöku á vinnumarkaði. Þessi áhugi hefur nú fengið formlegan farveg innan Alþýðusambandsins og því ber að fagna, sagði Gylfi Arnbjörnsson.

Í lok ræðu sinnar sagði forseti ASÍ þetta. „Við í miðstjórn ASÍ og forystu hreyfingarinnar bindum miklar væntingar til ykkar starfs. Við teljum það mikilvægt og viljum gefa því tilhlýðilegt rými í okkar daglega starfi. Það er tilhlökkunarefni fyrir okkur að hefja starf og ekki síður að sjá ávöxt vinnu ykkar og umræðu – hún er mikilvæg fyrir ykkar kynslóð og hún er mikilvæg fyrir okkar samtök.“

Til baka

Póstlisti