Fréttir

Ársfundur ASÍ

23 okt. 2009

Ársfundur ASÍ fór fram daganna 22. og 23. október síðastliðinn. FBM átti fjóra fulltrúa á fundinum en alls sátu um 300 fulltrúar stéttarfélaga fundinn.

Yfirskrift fundarins var byggjum réttlátt þjóðfélag. Málstofur voru haldnar um þrjú málefni, atvinnumál, efnahags- og kjaramál og hagsmunir heimilanna. Umræður voru mjög líflegar og niðurstöður úr hópunum voru birtar sem ályktanir á heimasíðu ASÍ.

Ingibjörg Guðmundsdóttir var kosin varaforseti ASÍ til næstu tveggja ára.

sjá nánar hér.

Til baka

Póstlisti