Aðstoð við félagsmenn í atvinnuleit
29 jan. 2009
FBM vill vekja athygli félagsmanna sinna á því að leita til félagsins með aðstoð ef til uppsagnar ráðningarsamnings kemur. Félagið getur aðstoðað með ýmsum hætti s.s. varðandi upplýsingar um atvinnuleysisbætur og skráningu. Áfram er veitt frí lögfræðiaðstoð og eins veitir félagið í gegnum fræðslusjóð og prenttæknisjóð styrki til að sækja námskeið og einnig geta félagar, sér að kostnaðarlausu, leitað til náms- og starfsráðgjafa IÐUNNAR fræðsluseturs.
sjá nánar hér