Fréttir

Aðalfundur FBM 16. apríl kl. 17 á Stórhöfða 31

15 apr. 2015

Lagabreytingar liggja fyrir aðalfundi FBM sem haldinn verður fimmtudaginn 16. apríl n.k. kl. 17 á Stórhöfða 31, Reykjavík (gengið inn Grafarvogsmegin)

Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi (sjá hér)

En sérstaklega er vakin athygli á tillögu um nafnabreytingu á Félagi bókagerðaramanna í Grafíu.

Stjórn, trúnaðarráð og laganefnd FBM leggja fram tillögu að breyttu nafni á félaginu. Tillaga er um nafnið Grafía – stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum. Jafnframt er lögð fram tillaga um fækkun úr sex í fjóra í varastjórn félagsins. Auk þess er lagt til að fella niður 11 grein í reglugerð Sjúkrasjóðs sem varðar lánveitingar til félagsmanna og orðalagsbreyting við 14 grein sömu reglugerðar varðandi ávöxtun fjármuna sjóðsins til samræmis við grein 8.4 í lögum FBM. (sjá lagabreytingar)

Ársskýrsla FBM 2014 – 2015, þar sem fjallað er ítarlega um tillögu að nafnabreytingu og fleira, verður dreift til allra félaga eftir páska.

Jafnframt má lesa greinargerð með tillögunni (hér)

Stjórn og trúnaðarráð Félags bókagerðarmnanna 

Til baka

Póstlisti