Fréttir

45. þing ASÍ haldið á Hótel Nordica 10. – 12. október

6 okt. 2022

45. þing Alþýðusambands Íslands verður haldið á Hótel Nordica, dagana 10.-12. október 2022. Æðsta vald í málefnum ASÍ er í höndum þinga ASÍ sem haldin eru á tveggja ára fresti. Hvert aðildarfélag á rétt á að senda a.m.k. einn fulltrúa á þing sambandsins. Á þingin mæta þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu til að móta heildarsamtökunum stefnu og starfsáætlun og velja þeim forystu.

Af 20 fulltrúum Rafiðnaðarsambands Íslands á GRAFÍA tvo fulltrúa. Þau Georg Páll Skúlason og Díana Hrönn Sigurfinnsdóttir frá GRAFÍU meðal þeirra 20 fulltrúa RSÍ á þinginu.

Nánari upplýsingar um þingið og dagskrá er að finna á þingvef 45. þingsins:

asi.is/thing2022/

 

 

Til baka

Póstlisti