Fréttir

Norrænt bókband 2009 – sýning í Þjóðmenningarhúsinu

8 jún. 2009
Glæsileg sýning á norrænu bókbandi hefur verið opnuð í Þjómenningarhúsinu, Hverfisgötu 15. Jamhópurinn á Íslandi stendur fyrir sýningunni og eru þáttakendur frá öllum norðurlöndunum. Sýningin stendur yfir frá 5.júní – 7. ágúst. Safnið er opið alla daga frá kl. 11.00-17.00 Við hvetjum alla sem að hafa áhuga á fallegu handverki að skoða sýninguna.

Vinnudagur í Miðdal

7 jún. 2009
Laugardaginn 6. júní var árlegur vinnu- og hreinsunardagur í Miðdal. Góð þátttaka var og mörg verk unnin. Í lok vinnudags var vígð flaggstöng við þjónustumiðstöðina. En hún var sett upp til að minnast þess að 10. júní í ár eru liðin 50 ár síðan orlofshús nr. 1,2,3 og 4 sem nú er hús 1 var […]

Orlofsuppbót 2009

26 maí. 2009
Orlofsuppbót 2009 ber að greiða 1. júní næstkomandi. Uppbótin greiðist miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl  eða eru í starfi 1. maí. Iðnnemar sem að eru í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma eiga […]

Ályktun ASÍ um greiðsluvanda heimilanna

6 maí. 2009
Ályktun um greiðsluvanda heimilanna Miðstjórn ASÍ lýsir yfir megnri óánægju með seinagang við að endurskipuleggja fjárhag heimilanna, þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt mikilvægar breytingar á réttar- og samningsstöðu almennings gagnvart kröfuhöfum. Miðstjórnin krefst þess að stjórnvöld tryggi þegar að heimili í vanda geti nýtt sér þau úrræði sem eiga að standa þeim til boða. […]

Ávarp 1. maí nefndar fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna

28 apr. 2009
Hér fyrir neðan má sjá ávarp 1. maí nefndar fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. sjá nánar hér.

Frá aðalfundi FBM 2009

22 apr. 2009
Aðalfundur FBM var haldinn laugardaginn 18. apríl s.l. á Grand hótel v/Sigtún. Eftir skýrslu stjórnar og yfirferð reikninga félagsins sem send hafði verið í riti út til allra félagsmanna var umræða um starf stjórnar og afgreiðsla reikninga.Samþykkt var tillaga stjórnar og trúnaðarráðs um óbreytt félagsgjöld út árið 2009. Því næst fóru fram stjórnarskipti en eftirfarandi […]

Litlaprent sigraði Knattspyrnumót FBM 2009

21 apr. 2009
Knattspyrnumót FBM var haldið laugardaginn 18. apríl s.l. í Fífunni í Kópavogi. 8 lið mættu til leiks og spilað var í tveimur riðlum. Liðin voru skipuð 6 leikmönnum ásamt varamönnum. Leiknir voru 10 mínútna leikir og léku allir við alla í riðlakeppninni. Þá voru 8 liða úrslit, undanúrslit og að lokum leikið til úrslita um […]

Atvinnustaða félagsmanna í apríl 2009

15 apr. 2009
Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun fyrir febrúar 2009 voru 5,5% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir og fengu greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði.Alls hafa um 14% félagsmanna fengið uppsögn undangengna mánuði. Lítill hluti þeirra er enn að vinna uppsagnarfrest og mun væntanlega fara á atvinnuleysisbætur á komandi mánuðum og nokkrir hafa þegar fengið aðra vinnu eða eru farnir í nám. […]

Orlofsuppbót, Sumar- og vetrarorlof 2009

8 apr. 2009
Orlofsdagar þeirra sem unnið hafa 10 ár í iðninni verða 30 frá og með 1. maí 2009. Orlofsuppbót kemur til greiðslu 1. júní næstkomandi upphæðin er 25.200 kr. til þeirra sem unnið hafa fullt starf frá 01.05.2008-30.04.2009 Samkvæmt kjarasamningi FBM-SA Sumarleyfi Starfsfólk skal fá 25 virka daga í sumarleyfi með fullu kaupi, enda hafi það […]

Á miðstjórnarfundi ASÍ miðvikudaginn 1. apríl var eftirfarandi ...

2 apr. 2009
Á miðstjórnarfundi ASÍ miðvikudaginn 1. apríl var eftirfarandi ályktun samþykkt. Á aukaársfundi Alþýðusambands Íslands þann 25. mars kom fram að siðferðilegur og fjárhagslegur trúverðugleiki lífeyrissjóðanna skiptir sköpum fyrir lífeyriskerfið. Lífeyrissjóðirnir eru hluti af umsömdum og kjarasamningsbundnum réttindum launafólks og á þeim grunni eru stjórnir þeirra kjörnar, af stéttarfélögum og atvinnurekendum að jöfnu. Ályktun miðstjórnar ASÍ […]

Póstlisti