Fréttir

Atvinnustaða félagsmanna í apríl 2009

15 apr. 2009

Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun fyrir febrúar 2009 voru 5,5% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir og fengu greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
Alls hafa um 14% félagsmanna fengið uppsögn undangengna mánuði. Lítill hluti þeirra er enn að vinna uppsagnarfrest og mun væntanlega fara á atvinnuleysisbætur á komandi mánuðum og nokkrir hafa þegar fengið aðra vinnu eða eru farnir í nám.

Um 30% félagsmanna í tíu fyrirtækjum hafa verið í skertu starfshlutfalli um einhvern tíma og tóku skerðingarnar gildi frá desember 2008 til 1. mars 2009. En núna um mánaðamótin mars apríl var aftur tekin upp full vinna hjá stórum hluta starfsfólks í einni prentsmiðju og öðru minna fyrirtæki þannig að í byrjun apríl voru um 22,5% félagsmanna í skertu starfshlutfalli. Þeir félagsmenn sem eru nú með skert starfshlutfall stuðla að nánast 5% minnkun á atvinnuleysi í greininni.

Samkvæmt ofangreindu eru nú um 28% virkra félagsmanna með einhvers konar röskun á starfi sínu og enn ríkir mikil óvissa um hvernig atvinnustaða í greininni eða öðrum greinum muni verða á komandi mánuðum.

Reykjavík, 15. apríl 2009.
Fh. Félags bókagerðarmanna
Georg Páll Skúlason, formaður

Til baka

Póstlisti