Fyrir launagreiðendur

Samkvæmt kjarasamningi milli GRAFÍU og Samtaka atvinnulífsins

Gildir frá 1. nóvember 2022

  • Félagsgjald allra launamanna er 1% af öllum launum á mánuði.
  • 1% iðgjald til Sjúkrasjóðs reiknast af öllum launum. (Þ.e. grunnlaun + yfirborgun + aukavinna).
  • Iðgjald til Fræðslusjóðs GRAFÍU stéttarfélags er kr. 1.560 á mánuði af öllum félagsmönnum GRAFÍU í fyrirtækinu.
  • 0,25% iðgjald til Orlofsheimilasjóðs reiknast af öllum launum.
  • 1,1% iðgjald til Prenttæknisjóðs greiðist af öllum launum.

Gjalddagi iðgjalda hvers mánaðar er 10. dagur næsta mánaðar. Eindagi er síðasti dagur
þess mánaðar. Eftir þann tíma skulu vangoldin iðgjöld innheimt með dráttarvöxtum frá
gjalddaga.

Bankaupplýsingar: 0526-26-400800. Gjöld til stéttarfélaganna innan RSÍ, sem Birta lífeyrissjóður innheimtir, skal leggja inn á þennan reikning.

Kennitala Birtu lífeyrissjóðs er: 430269-0389

Birta lífeyrissjóður sér um innheimtu á félagsgjöldum GRAFÍU

Númer félagsins er F 412

Iðgjöld sem ber að greiða til Birtu lífeyrissjóðs

  • Iðgjald til Birtu lífeyrissjóðs. Starfsmaður greiðir 4% iðgjald til lífeyrissjóðs af öllum launum og atvinnurekandi með sama hætti 11,5%.
  • Séreignarsparnaður. Mótframlag vinnuveitenda skal vera 2% gegn 2-4% framlagi starfsmanns.
  • Atvinnurekandi greiðir 0,1% endurhæfingasjóð til Birtu lífeyrissjóðs.

skilagreinablad_fra_okt.2022

Til baka

Póstlisti