Fréttir

Orlofsuppbót, Sumar- og vetrarorlof 2009

8 apr. 2009

Orlofsdagar þeirra sem unnið hafa 10 ár í iðninni verða 30 frá og með 1. maí 2009. Orlofsuppbót kemur til greiðslu 1. júní næstkomandi upphæðin er 25.200 kr. til þeirra sem unnið hafa fullt starf frá 01.05.2008-30.04.2009

Samkvæmt kjarasamningi FBM-SA

Sumarleyfi

Starfsfólk skal fá 25 virka daga í sumarleyfi með fullu kaupi, enda hafi það unnið í sama fyrirtæki í eitt ár samfleytt.

Eftir 5 ár samfellt í sama fyrirtæki 28 dagar

Frá 1. maí 2009 breytist orlofsinnvinnsla sem hér segir:
Eftir 10 ár í iðninni 30 dagar

Starfsfólk, sem unnið hefur skemur en eitt ár í sama fyrirtæki, skal fá sumarleyfi með fullu kaupi að tiltölu við þann tíma, sem það hefur unnið.

Vetrarorlof
Óski starfsmaður með 9 ára starfsreynslu að taka vetrarorlof, þá geymast 5 dagar af sumarorlofi og verði þá vetrarorlof samtals 10 dagar. Óski starfsmaður með 10 ára starfsreynslu eða meira að taka vetrarorlof þá geymast 5 dagar af sumarorlofi og verði þá vetrarorlof samtals 10 dagar. Vetrarorlof skal veitt á tímabilinu 1. október til 1. maí. Vetrarorlof skal starfsmaður nota til að auka þekkingu sína.

Ósk um töku vetrarorlofs skal koma fram fyrir 1. maí ár hvert.

1. júní næst komandi. kemur til greiðslu orlofsuppbótar
Upphæðin skal vera 25.200 kr. til þeirra sem unnið hafa fullt starf 01.05 2008-30.04 2009.
Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma.

Til baka

Póstlisti