Hagnýtar upplýsingar fyrir atvinnuleitendur
- Vinnumálastofnun sér um afgreiðslu atvinnuleysisbóta eða bætur vegna skerts starfshlutfalls – á höfuðborgarsvæðinu er skrifstofan að Kringlunni 1. vmst.is
- Atvinnuleysisbætur eru 70% af launum – þó aldrei hærri en 456.404 krónur á mánuði í 3 mánuði, eftir þann tíma taka við grunnatvinnuleysisbætur.
- Grunnatvinnuleysisbætur eru kr. 289.510 á mánuði
- Hlutabætur eru greiddar í samræmi við skert starfshlutfall
- Bætur vegna barna undir 18 ára aldri eru kr. 11.580 á mánuði með hverju barni
- Frítekjumark er 71.262 krónur á mánuði í 100% atvinnuleysi
- Þeir sem fá atvinnuleysisbætur þurfa að gæta þess að greiða áfram til stéttarfélaga til að halda réttindum sínum – Vinnumálastofnun sér um greiðslu félagsgjalda til GRAFÍU sé þess óskað á umsókn
- Vinnumálastofnun veitir ýmsa styrki í atvinnuleysi t.d. námsstyrki, sjá nánar á vmst.is
Réttindi félaga í GRAFÍU sem eru í atvinnuleit: Sjá nánar á www.grafia.is.
- Fræðslusjóður GRAFÍU veitir 80% styrki til náms
- Námskeið hjá Prent- og miðlunarsviði IÐUNNAR – aðilar eru hvattir til að setja sig í samband við kristjana@idan.is um sérkjör
- Prent- og miðlunarsvið IÐUNNAR veitir félögum starfs- og námsráðgjöf þeim að kostnaðarlausu
Réttindi félaga í RSÍ/GRAFÍU almennt eru m.a: Sjá nánar á mínum síðum www.rafis.is.
- RSÍ/GRAFÍA veitir félagsmönnum lögfræðiaðstoð
- RSÍ/GRAFÍA veitir félagsmönnum styrk til líkamsræktar
- RSÍ/GRAFÍA veitir félagsmönnum styrk til sjúkraþjálfunar og endurhæfingar
- RSÍ/GRAFÍA veitir félagsmönnum styrk til sálfræðiþjónustu
- RSÍ/GRAFÍA veitir félagsmönnum styrk til kaupa á gleraugum
- RSÍ/GRAFÍA veitir styrki vegna kostnaðarsamrar heilbrigðisþjónustu t.d. lasersjónaðgerð, heyrnartæki, dvöl á heilsustofnun NLFÍ