Fréttir

Litlaprent sigraði Knattspyrnumót FBM 2009

21 apr. 2009

Knattspyrnumót FBM var haldið laugardaginn 18. apríl s.l. í Fífunni í Kópavogi.

8 lið mættu til leiks og spilað var í tveimur riðlum. Liðin voru skipuð 6 leikmönnum ásamt varamönnum. Leiknir voru 10 mínútna leikir og léku allir við alla í riðlakeppninni. Þá voru 8 liða úrslit, undanúrslit og að lokum leikið til úrslita um 1. og 2. sætið og 3. og 4. sætið.

Litlaprent sigraði Morgunblaðið í æsispennandi leik sem endaði með vítaspyrnukeppni eftir framlengdan úrslitaleik 2 – 0. Lið Gunnars Eggertssonar lagði lið Hvíta hússins 2 – 0 í leik um þriðja sætið. Aðaldómari mótsins var Ómar Bruno Ólafsson og mótsnefnd skipuðu, Georg Páll Skúlason og Óskar Jakobsson.

sjá nánari úrslit hér.

Til baka

Póstlisti