Fréttir

Kjarasamningarnir halda – SA nýtti sér ekki uppsagnarákvæði

28 okt. 2009
Þrátt fyrir að ekki tækist að ná viðunandi lendingu við ríkisstjórnina um ásættanlegan grunn að áframhaldandi samstarfi um stöðugleikasáttmálann ákvað stjórn SA rétt fyrir miðnætti að nýta ekki uppsagnarákvæði okkar kjarasamninga og halda þeir því gildi sínu til loka nóvember árið 2010. Því mun koma til umsaminna launabreytinga 1. nóvember n.k. og 1. júní 2010. […]

Siggi Eggertsson grafískur hönnuður verðlaunaður

24 okt. 2009
Siggi hefur verið sérstaklega afkastamikill í starfi og hefur verið lýst í alþjóðlegum fagtímaritum sem upprennandi sjörnu myndskreytinga með sinn einstaka stíl. Hann hefur starfað fyrir fjöldamörg innlend sem alþjóðleg fyrirtæki s.s.12 Tóna, Listahátíðina Sequences, Coca Cola, H&M Divided, Nike, Wallpaper, Stussy, Wired Magazine o.fl. o.fl. auk þess sem að verk eftir Sigga hafa birst […]

Ársfundur ASÍ

23 okt. 2009
Ársfundur ASÍ fór fram daganna 22. og 23. október síðastliðinn. FBM átti fjóra fulltrúa á fundinum en alls sátu um 300 fulltrúar stéttarfélaga fundinn. Yfirskrift fundarins var byggjum réttlátt þjóðfélag. Málstofur voru haldnar um þrjú málefni, atvinnumál, efnahags- og kjaramál og hagsmunir heimilanna. Umræður voru mjög líflegar og niðurstöður úr hópunum voru birtar sem ályktanir […]

Ályktun miðstjórnar ASÍ um fjárlagafrumvarpið

9 okt. 2009
Miðstjórn ASÍ lýsir yfir áhyggjum sínum af nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Aldrei áður hefur þjóðin staðið frammi fyrir eins erfiðum ákvörðunum eins og fram komi í þessu frumvarpi. Ljóst má vera að það mun hafa áhrif á hag allra, með samdrætti í þjónustu hins opinbera og auknum álögum á almenning. Þessi erfiða staða hefur verið þekkt allt […]

Þjónustumiðstöðin í Miðdal

28 sep. 2009
Þjónustumiðstöðinni í Miðdal hefur verið lokað fyrir veturinn. Mikil aðsókn var á tjaldsvæðið allt fram í miðjan september sem er talsvert lengur en undanfarin ár. Miðstöðin mun opna aftur næsta vor. kv.starfsfólk FBM

ASÍ vill einfaldari lausn á greiðsluvanda

25 sep. 2009
Þrátt fyrir góðan ásetning í upphafi hafa komið fram ýmsir gallar á greiðsluaðlögun fyrir fólk í alvarlegum fjárhagsvanda.  Þessi hópur er stór og fer stækkandi.  Könnun ASÍ sýnir að hér geti verið um 10 þúsund fjölskyldur að ræða.  Alþýðusambandið telur því afar brýnt að einfalda, skýra og flýta ferlinu og vill fela sýslumönnum umsjón með […]

Virk starfsendurhæfingarsjóður

14 sep. 2009
Virk starfsendurhæfingarsjóur er sjálfseignarstofnun með aðild allra helstu samtaka stéttarfélaga og atvinnurekenda á vinnumarkaði. Hlutverk sjóðsins er að draga markvist úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda. Áhersla er lögð á að koma snemma að málum og viðhalda vinnusambandi einstaklinga með virkni og öðrum úrræðum. Allar nánari upplýsingar má nálgast […]

MIÐDALSMÓTIÐ – 2009 BJÖRN FRÓÐASON MEISTARI

11 ágú. 2009
Björn Fróðason, meistari FBM 2009, sigraði bæði með og án forgjafar á mótinu. Verðlaunahafar á golfmóti FBM og Hvítlistar, Miðdalsmótinu 2009. F.v. Kristinn Friðriksson, Richard Haukur Sævarsson, Björn Fróðason, Sigurjón Þ. Sigurjónsson, Bjarney S. Sigurjónsdóttir, Sigurlaug Björk Guðmundsdóttir og Anna Þorkelsdóttir. Bjarney S. Sigurjónsdóttir vígir teig á 2. braut í upphafi móts. Skorkortin yfirfarin í […]

Námskeið Iðunnar prenttæknisviðs haust 2009

11 ágú. 2009
Búið er að opna fyrir skráningar á námskeið prenttæknisviðs haustið 2009.  Nýr námsvísir kemur út um næstu mánaðmót. Allar nánari upplýsingar er að finna hér.

Nýr kauptaxti FBM

15 júl. 2009
Nýr kauptaxti FBM tók gildi 1. júlí síðastliðinn Með vísan til samkomulags sem var undirritað 25. júní 2009 hafa SA og samninganefnd ASÍ náð eftirfarandi samkomulagi um breytingar á kjarasamningum milli aðildarfélaga ASÍ og SA gerðum 17. febrúar  2008 eða síðar. Endurskoðunar- og framlengingarákvæði samninga er skilyrt frestað og endurskoðun og ákvörðun um framlengingu skal […]

Póstlisti