Fréttir

Styrkir á Drupa sýninguna 2012- niðurstöður

23 mar. 2012
Í janúar síðastliðnum var auglýst eftir umsóknum um styrki á Drupa sýninguna 2012.  Dregið var úr umsóknum í Prenttæknisjóð í byrjun febrúar.  Alls bárust  41 umsókn, 7 umsóknir voru ekki í forgangi þar sem að þeir félagar höfðu fengið úthlutað styrkjum á fyrri sýningar. Dregið var úr nöfnum 34 félagsmanna. Þeir félagar sem voru dregnir […]

Atvinnustaða félagsmanna í janúar 2012

22 mar. 2012
Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun í febrúar 2012 voru 6,4% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir í janúar og fá greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Atvinnuleysi félaga í Félagi bókagerðarmanna hefur minnkað jafnt og þétt frá því sem það var hæst í ágúst 2009, en þá var atvinnuleysi 9,2%. Árið 2011 var atvinnuleysi meðal virkra félaga í atvinnuleit að jafnaði […]

Fyrirlestur hjá hönnunarmiðstöð

13 mar. 2012
Hönnuðurinn Giulio Vinaccia heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni „Hönnun í þróunarskyni“ í Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listaháskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur, fimmtudaginn 15. mars kl. 17. Giulio Vinaccia sem komið hefur að ótal samfélagslegum verkefnum um allan heim, veltir upp hugmyndum um hugmyndafræði hönnunar sem mögulegu síðasta vígi til sóknar fyrir íbúa í efnahagslega minna þróuðum löndum heimsins […]

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2012-úrslit

13 mar. 2012
Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið með glæsibrag dagana 9. og 10. mars í Háskólanum í Reykjavík. Keppt var í 19 greinum og auk þess voru  nokkrar sýningargreinar. Á föstudeginum heimsóttu rúmlega 2000 grunnskólanemar úr 9. og 10. bekkjum keppnina og fylgdust með og fræddust um iðn og verknám á Íslandi. Keppt var í eftirtöldum […]

Félagsmaður FGT vinnur til verðlauna

12 mar. 2012
Elsa Nielsen grafískur hönnuður hannaði klukkuna Lukku ásamt Þorbjörgu Helgu Ólafsdóttur. Hönnunin vann til verðlauna í umbúðarsamkeppni á vegum prentsmiðjunnar Odda og Félagi íslenskra teiknara og hlutu þær 150.000 króna inneign í prentsmiðjunni að launum. Elsa og Þorbjörg starfa báðar sem grafískir hönnuðir á auglýsingastofunni Ennemm þar sem hugmyndin að klukkunni kviknaði.  Lukka nefnist klukkan […]

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2012

8 mar. 2012
Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 9. – 10. mars. Mótið hefst kl. 9.30 föstudaginn 9. mars og lýkur kl. 16.00 næsta dag. Katrín Jakobsdóttir menningar- og menntamálaráðherra setur Íslandsmótið og Menntadag iðnaðarins kl. 13:00 föstudaginn 9. mars í Sólinni í HR. Keppnin í ár er sú stærsta til þessa og […]

Atvinnumessa VMST

6 mar. 2012
Í dag 8. mars munu fulltrúar FBM taka þátt í Atvinnumessu Vinnumálastofnunnar sem fer fram í Laugardalshöll frá kl. 10 – 16. Sjá nánar á vef vinnumálastofnunnar vmst.is

Páskaleiga orlofshúsa 2012- umsóknarfrestur rennur út 20. febrúar

16 feb. 2012
Um páskana 2012 (4.-11. apríl) eru til leigu:Hús 1, 2 og 7 í Miðdal – með heitum potti1 hús í Ölfusborgum – með heitum potti1 hús á Illugastöðum – með heitum potti2 íbúðir á Akureyri – Furulundur 8P og 8T Leigugjald fyrir hús 1, 2 og 7 í Miðdal er 21.500 kr. og í Ölfusborgum, […]

Nýr kauptaxti gildir frá 1. febrúar 2012

15 feb. 2012
Á næstu dögum verður nýjum kauptaxta sem gildir frá 1. febrúar dreift í öll fyrirtæki sem greiða samkvæmt kjarasamningi FBM og SA og kjarasamningi FGT og SÍA. Almenn launahækkun 3.5 % ætti að greiðast á öll laun í febrúar. Félagsgjöld hækka um 4,25% frá 1. febrúar 2012 Sjá vefútgáfu hér

Kristín Ragna Gunnarsdóttir hlaut Dimmalimm verðlaunin 2011

8 feb. 2012
Kristín Ragna Gunnarsdóttir hlaut Dimmalimm verðlaunin fyrir bestu myndskreytingu barnabókar árið 2011. Verðlaunin hlaut hún fyrir bókina Hávamál en þar enduryrkir Þórarinn Eldjárn hina fornu speki Óðins. Þau Þórarinn og Kristín Ragna hafa áður átt farsælt samstarf en saman unnu þau bókina Völuspá sem  kom út árið 2005.   Sjá nánar hér

Póstlisti