Fréttir

Fjölskylduhátíð FBM 4. ágúst

5 júl. 2012
Fjölskylduhátíð FBM og Miðdalsfélagsins verður haldin laugardaginn 4. ágúst n.k. í Miðdal. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði og hefst kl 13.30 Körfuboltakeppni Handboltakeppni Minigolf Hoppukastali og hoppudýna Andlitsmálning og blöðrur Brenna og söngur verða kl. 21.30. Félagsmenn FBM eru hvattir til að fjölmenna á hátíðina Stjórn FBM

Forseti ASÍ ávarpar Aung San Suu Kyi

15 jún. 2012
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). Ávarpið flutti forseti ASÍ fyrir hönd Norrænu verkalýðshreyfingarinnar á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) í Genf. Gylfi þakkaði Aung San Suu Kyi fórnfúsa baráttu hennar fyrir mannréttindum og ekki síður baráttu hennar fyrir réttindum launafólks í heimalandi […]

Námskeið í bókverkagerð með Rebeccu Goodale 24.-26. ágúst

14 jún. 2012
Menningamiðstöðin Gerðuberg heldur námskeið í bókverkagerð 24.-26. ágúst næst komandi. Kennari er bandaríska listakonan Rebecca Goodale. Sjá nánar á vefsíðu Gerðubergs www.gerduberg.is  

Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2012

14 jún. 2012
Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna.  Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar. Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 18. […]

Vatnsframkvæmdir í Miðdal.

12 jún. 2012
  Nú standa til framkvæmdir á vatnsveitubúnaði í Miðdal fyrir ofan efra hverfi. Fara þarf með vinnuvél upp ána vegna framkvæmdanna. Nýr búnaður verður settur við upptöku vatnsins og tankur grafinn í jörðu með yfirfalli  fyrir neðan upptök vatnsveitunnar. Að þessum tanki verður mun sverari leiðsla en nú er og á hún að „fæða“ leiðsluna […]

Félagsfundur FBM

12 jún. 2012
Boðað er til félagsfundar fimmtudaginn 14. júní kl. 17.00 í félagsheimilinu Hverfi sgötu 21 Dagskrá:1. Sala á Hverfisgötu 21, afgreiðsla kauptilboðs2. Kynning á kjarakönnun FBM og SA3. Önnur mál Félagsmenn eru hvattir til að mæta Reykjavík, 7. júní 2012Stjórn Félags bókagerðarmanna

Skák áskorun á ASÍ

31 maí. 2012
Öflugir krakkar úr Skákakademíu Reykjavíkur mættu harðsnúnu liði ASÍ í skák einvígi í gær. Sveit ASÍ var skipuð þeim Eggerti Ísólfssyni, Georg Páli Skúlasyni og Jóni Úlfljótssyni frá Félagi bókagerðarmanna og Tryggva Marteinssyni frá Eflingu og höfðu þeir sigur 10-6 eftir töluverða baráttu Sjá myndir og nánari frétt á vef ASÍ

Orlofshús haustbókanir 2012

16 maí. 2012
Við höfum opnað fyrir bókanir á orlofshúsum og orlofsíbúðum félagsins haustið 2012.  Sjá undir laus tímabil á orlofsvef félagsins hér

Lausar vikur í orlofshúsum FBM

9 maí. 2012
Í dag 9. maí kl. 13.00 verður opnað fyrir leigu á þeim vikum sem ekki leigðust  í sumarúthlutun. Opnað verður fyrir bókanir á orlofsvef félagsins undir laus tímabil og gildir fyrstu kemur fyrstu fær. ATH aðeins þeir sem ætla að greiða með kreditkorti geta bókað og gengið frá greiðslu á vefnum.  Aðrir þurfa að hringja […]

Orlofsuppbót 2012

9 maí. 2012
Orlofsuppbót 2012 ber að greiða 1. júní næstkomandi. Uppbótin greiðist miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl  eða eru í starfi 1. maí. Iðnnemar sem að eru í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma eiga […]

Póstlisti