Fréttir

Orlofsuppbót 2012

9 maí. 2012
Orlofsuppbót 2012 ber að greiða 1. júní næstkomandi. Uppbótin greiðist miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl  eða eru í starfi 1. maí. Iðnnemar sem að eru í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma eiga […]

Kjarakönnun 2012 niðurstöður

2 maí. 2012
Capacent Gallup gerði launakönnun fyrir FBM og SI á tímabilinu 02. mars – 19. mars 2012 með það að markmiði að kanna laun og starfskjör félagsmanna í Félagi bókagerðarmanna . Bæklingi með niðurstöðum verður dreift til þeirra félagsmanna sem vinna undir kjarasamningum FBM og SA og FGT og SÍA á næstu dögum. Einnig er hægt […]

Frá aðalfundi 12.apríl 2012

1 maí. 2012
Aðalfundur félagsins var haldinn á Grandhótel við Sigtún fimmtudaginn 12. apríl kl. 17. Fundinn sóttu 40 félagsmenn og var hann því löglegur. Reikningar sjóða félagsins voru bornir undir atkvæði og voru þeir samþykktir. Á fundinum var lögð fram tillaga frá stjórn og trúnaðarráði félagsins, þess efnis að aðalfundur samþykkti að veita stjórn og trúnaðarráði FBM […]

Dagskrá 1. maí 2012 í Reykjavík

27 apr. 2012
Félagsmönnum FBM er boðið í kaffisamsæti í félagsheimilinu Hverfisgötu 21 að dagskrá lokinni 1. Safnast saman á Hlemmi kl. 13.002. Gangan hefst kl. 13.303. Örræður á leið göngunnar niður Laugaveg4. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10 Fundarstjóri erÞórarinn Eyfjörð Þuríður Einarsdóttir formaður Póstmannafélags Íslands heldur ræðu Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands heldur ræðu Skemmtiatriði […]

Vegna fyrirhugaðrar opnunar verslana 1. maí

27 apr. 2012
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega fyrirætlunum verslanamiðstöðva og fleiri að hafa búðir opnar á 1 .maí baráttudegi verkalýðsins. Dagurinn er frídagur verslunarfólks eins og alls annars launafólks á Íslandi og hefur svo verið um áratugaskeið. Miðstjórnin harmar allar tilraunir til að breyta þessu og hvetur neytendur til að sniðganga verslanir sem hafa opið þennan dag.

Knattspyrnumót FBM 2012 úrslit

16 apr. 2012
Knattspyrnumót FBM var  haldið laugardaginn 14. apríl  í Smáranum Kópavogi. Fjögur lið mættu til leiks, þau voru frá Morgunblaðinu, Pixel, Litlaprenti og Plastprent. Leikinn var innanhúsbolti með 5 menn í hvoru liði. Leikin var tvöföld umferð allir við alla. Morgunblaðið hlaut 16 stig af 18 mögulegum og sigraði því mótið örugglega. Í öðru sæti varð […]

Knattspyrnumót FBM 2012

13 apr. 2012
Verður haldið laugardaginn 14. apríl n.k. kl. 14 – 17 í Smáranum Kópavogi. Leikinn verður innanhúsbolti með 5 menn í hvoru liði. Lið þurfa að skrá sig til leiks fyrir miðvikudaginn 11. apríl n.k. Skráning er á skrifstofu FBM í síma 552. 8755 eða á fbm@fbm.is      

Aðalfundur 2012 fimmtudaginn 12. apríl kl. 17

12 apr. 2012
Aðalfundur félagsins verður haldinn á Grand hótel v/Sigtún, fimmtudaginn 12. apríl kl. 17.00 Dagskrá• Starfsskýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár.• Reikningar sjóða félagsins.• Lagabreytingar.• Stjórnarskipti.• Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.• Kosning þriggja í stjórn FGT/deildar til tveggja ára.• Kosning ritstjóra.• Kosning í fulltrúaráð Sameinaða lífeyrissjóðsins.• Nefndakosningar.• Önnur mál.Reikningar, fundargerðir, tillögur um lagabreytingar […]

Sumarúthlutun 2012-síðasti umsóknardagur er 13. apríl.

12 apr. 2012
Minnum á að síðasti dagur til að sækja um orlofshús í sumarúthlutun 2012 er föstudagurinn 13. apríl. Félagsmenn eru hvattir til að sækja um á orlofsvef félagsinswww.orlof.is/fbm Aðeins virkir félagsmenn FBM hafa aðgang að síðunni, kennitala félagsmannsins er notendanafn og við fyrstu innskráningu á síðuna þá velur félagsmaðurinn sér lykilorð. Umsóknareyðublöðum og orlofsbæklingi hefur einnig […]

Viðhorfskönnun á vegum Hönnunarmiðstöðvar

11 apr. 2012
Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við 6 meistaranema í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík er að vinna stefnumótun fyrir HönnunarMars. Mikilvægur hluti skýrslugerðarinnar er að kanna viðhorf hönnuðanna sjálfra til HönnunarMars. Hönnunarmiðstöðin leitar því til hönnuða og biður þá um að svara könnun hér fyrir neðan  fyrir 17. apríl, það tekur aðeins 5 mínútur á svara […]

Póstlisti