Fréttir

ASÍ krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin ...

1 nóv. 2016
Reykjavík 1. nóvember 2016 Undanfarið ár hefur verið unnið að því að skapa sátt á vinnumarkaði og leggja þannig grunn að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Flestir stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga hafa tekið undir þá ábyrgu sýn sem felst í breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga og ítrekuðu hana m.a. í stjórnmálaumræðum á nýafstöðnu þingi ASÍ. Úrskurður […]

ASÍ krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin ...

1 nóv. 2016
  Undanfarið ár hefur verið unnið að því að skapa sátt á vinnumarkaði og leggja þannig grunn að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Flestir stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga hafa tekið undir þá ábyrgu sýn sem felst í breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga og ítrekuðu hana m.a. í stjórnmálaumræðum á nýafstöðnu þingi ASÍ. Úrskurður kjararáðs sem kynntur […]

BRIDGEMÓT GRAFÍU 2016

31 okt. 2016
 Bridgemót Grafíu verður haldið sunnudaginn 13. nóvember í húsnæði Grafíu á Stórhöfða 31 Sjá auglýsingu hér

Konur leggja niður vinnu kl. 14.38 á mánudaginn ...

18 okt. 2016
  ASÍ ásamt helstu samtökum launafólks; BSRB, BHM, KÍ, SSF og fulltrúum kvennasamtaka hafa tekið höndum saman og standa að baráttufundi á Austurvelli kl. 15:15 mánudaginn 24. október n.k. Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 þann dag og fylkja liði á samstöðufund undir kjörorðunum „Kjarajafnrétti strax“. Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% […]

Trúnaðarráð GRAFÍU stétttarfélags 1.11 2016 – 31.10.2018

13 okt. 2016
Frestur til að skila tillögum um félagsmenn í Trúnaðarráð GRAFÍU stéttarfélags rann út föstudaginn 7. október sl. Eitt framboð kom fram með eftirtöldum aðilum sem teljast réttkjörnir kjörtímabilið 1. nóvember 2016 – 31. október 2018.   Erna Jensen, Vörumerking, Guðmundur Gíslason, Prentmet, Helgi Jón Jónsson, Prentsmiðjan Oddi, Hjörtur Guðnason, Ísafoldarprentsmiðja Ingólfur Þorsteinsson, Morgunblaðið, Jakob Viðar Guðmundsson, […]

Ályktun miðstjórnar ASÍ um aukinn ójöfnuð í lífeyrismálum

12 okt. 2016
Reykjavík 12. október 2016 Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarflokkanna að auka á þann hróplega mismun sem er í lífeyrisréttindum landsmanna með því að hækka lífeyristökualdur í almannatryggingum í 70 ár. Þetta er gert þrátt fyrir að frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda milli launafólks á almennum og opinberum vinnumarkaði hafi verið dregið til baka. Það gengur […]

Nafnasamkeppni – vinnur þú 50 þús kr.?

3 okt. 2016
Samkeppni um nafn á nýju íbúðaleigufélagi ASÍ og BSRB Alþýðusamband Íslands og BRSB hafa stofnað íbúðafélag sem starfar í nýju íbúðarkerfi sem nú er verið að taka upp hér á landi. Íbúðakerfið byggir á danskri fyrirmynd og verður hagstæður og öruggur valkostur fyrir fólk á leigumarkaði. Íbúðafélagið er sjálfseignastofnun sem starfar samkvæmt lögum um almennar […]

SL og Stafir sameinast í Birtu lífeyrissjóð

2 okt. 2016
Sjóðfélagar Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs samþykktu einróma og mótatkvæðalaust á aukaársfundum sínum í gær að sameina sjóðina. Í kjölfarið var haldinn stofnfundur nýja sjóðsins þar sem nafn hans var kynnt Birta lífeyrissjóður. Góð stemning var á báðum fundum og var sameiningin samþykkt með dynjandi lófataki. Það telst til tíðinda að svo stórir lífeyrissjóðir sameinist […]

Aukaársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins 29. sept

28 sep. 2016
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. september 2016 á Grand Hóteli, Sigtúni 38, Reykjavík og hefst kl. 16.00. Á fundinum verður kynnt og borin upp tillaga stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins um sameiningu sjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs. Sjá nánari upplýsingar á www.lifeyrir.is Allir sjóðfélagar velkomnir!  Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Skrifstofan Sjá á korti

Kosning trúnaðarmanna

16 sep. 2016
  Þann 15. október 2016 rennur út kjörtímabil allra trúnaðarmanna GRAFÍU. Kosning trúnaðarmanns fer fram með skriflegri atkvæðagreiðslu á við­kom­andi vinnustað, en rétt til að greiða atkvæði og kjörgengi hafa eingöngu félagsmenn GRAFÍU.    Sjá nánar hér

Póstlisti