Fréttir

Orlofshúsavefurinn; Opið tímabil

12 jan. 2015
Nú er búið að opna fyrir tímabilið eftir páska fram að sumarúthlutun, eða frá 8. apríl – 5. júní. Sjá nánar á http://www.orlof.is/fbm/

Rúnar og Ísak sigruðu Bridgemót FBM 2014

6 jan. 2015
Bridgemót FBM 2014 Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigurðsson sigruðu árlega tvímenningskeppni FBM sem haldin var sunnudaginn 13. desember s.l. Fimm pör mættu til leiks. Keppt var um rétt til þátttöku á bridgehátíð Bridgesambands Íslands. Í fyrsta sæti urðu Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigurðsson með 67 stig, í öðru sæti Sæmundur Árnason og Burkni […]

Ályktun miðstjórnar ASÍ um fjárlagafrumvarpið

8 des. 2014
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir vonbrigðum með framkomnar tillögur stjórnarmeirihlutans við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2015. Sjá nánar.

Desemberuppbót 2014

2 des. 2014
Athygli er vakin á desemberuppbót, sem kemur til greiðslu 1.-15. desember n.k. Samkvæmt kjarasamningi FBM/SA og FBM-FGT/SÍA skal upphæðin vera kr. 73.600 til þeirra  sem unnið hafa fullt starf 1.12.2013 til 30.11.2014. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma. Sjá nánar í kjarasamningum.

JÓLASKEMMTUN FBM 2014

1 des. 2014
Sunnudaginn 14. desember verður jólaskemmtun fyrir félagsmenn og börn þeirra. Jólasveinar mæta með söng og gleði, einnig verður boðið upp á leiksýningu fyrir börn á aldrinum 2 – 9 ára. Sjá nánar

Niðurstöður launakönnunar FBM og Samtaka iðnaðarins 2014

26 nóv. 2014
  Capacent Gallup gerði launakönnun fyrir FBM og SI á tímabilinu 04. mars – 22. mars 2013 með það að markmiði að kanna laun og starfskjör félagsmanna í Félagi bókagerðarmanna 

BRIDGEMÓT 2014

25 nóv. 2014
Bridgemót verður á vegum FBM, laugardaginn 13. desember kl. 13 í húsakynnum þeirra á Stórhöfða 31. Sjá nánar

10% fækkun titla, 59,1% af bókatitlum prentaðir á ...

25 nóv. 2014
Bókasamband Íslands gerði könnun á prentstað íslenskra bóka í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2014. Fjöldi titla prentaðir hér á landi eru 377, fækkar um 64 frá fyrra ári en sem hlutfall af heild dregst það lítillega saman milli ára 59,1% í ár en árið 2013 62,6%. Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 638 í Bókatíðindunum en var […]

Sveigjanleg starfslok – ráðstefna

25 nóv. 2014
Þriðjudaginn 25. nóvember stendur ASÍ, Landssamtök lífeyrissjóða, Félag eldri borgara, SA og fleiri fyrir ráðstefnu á Hótel Natura um sveigjanleg starfslok og atvinnumál 60 ára og eldri.   Dagskrá ráðstefnunnar. Sjá hér.

Eggert Ísólfsson sigraði á Hraðskákmóti FBM 2014

24 nóv. 2014
Árlegt skákmót FBM var haldið sunnudaginn 23. nóvember. Þátttakendur voru sex. Eggert Ísólfsson sigraði mótið með 9 vinninga af 10 mögulegum. Í öðru sæti var Georg Páll Skúlason með 8 vinninga og í þriðja sæti var Haraldur Haraldsson með 6 vinninga. Tefldar voru 5 mínútna skákir allir við alla tvöföld umferð.  F.v. Eggert Ísólfsson sigurvegari […]

Póstlisti