Fréttir

Ályktun miðstjórnar ASÍ: Réttur fólksins, ekki rukkaranna

11 feb. 2010
Miðstjórn ASÍ krefst nú þegar aðgerða af hálfu stjórnvalda til að bregðast við greiðsluvanda þeirra heimila sem verst standa. Ríkisstjórnin hefur haft heilt ár til að bregðast við fjárhagslegu hruni þúsunda heimila. Aðgerðirnar hafa verið í skötulíki.  Bankar og fjármálastofnanir hafa verið fengnar til að útfæra björgunaraðgerðir, stofnanir sem hugsa fyrst og fremst um að […]

Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur veitir viðurkenningar

8 feb. 2010
Átján nýsveinar sem luku sveinsprófi á árinu 2009 fengu viðurkenningu frá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur við hátíðlega athöfn sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 6. febrúar. Iðnaðarmannafélagið veitti verðlaun í fjórða sinn og var hátíðin vel sótt, um 300 manns voru þar viðstaddir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er verndari hátíðarinnar og afhenti  hann viðurkenningarnar. Einnig […]

Nýtt fréttabréf Starfsmenntar

8 feb. 2010
Meðal efnis er – námskeið fyrir atvinnuleitendur og þá sem hyggja á nýjan starfsvettvang. http://smennt.is/frettabref/veffrettabref_februar_2010/

Félag bókagerðarmanna styrkir björgunarstarf á Haíti

2 feb. 2010
Frá vinstri, Georg Páll Skúlason, Þorkell S. Hilmarsson og Kristján Sturluson. Félag bókagerðarmanna ákvað á fundi stjórnar í síðustu viku að styrkja söfnun Rauða kross Íslands um kr. 250.000 vegna aðstoðar við íbúa Haíti, sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálfta sem reið yfir landið þann 12. janúar s.l. og fjölda eftirskjálfta í kjölfarið. […]

Oddi fær umhverfisvottun Svansins

18 jan. 2010
Prentsmiðjan Oddi, hefur náð þeim árangri að fá umhverfisvottun norræna umhverfismerkisins Svansins. Það tryggir að fyrirtækið er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Fyrir hafði fyrirtækið Hjá GuðjónÓ fengið samskonar vottun. Svanurinn fagnar 20 ára afmæli í ár. Hann er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem […]

Framboðsfrestur, vegna kosninga FBM 2010

18 jan. 2010
Í samræmi við lög félagsins lýkur á næsta aðalfundi tveggja ára kjörtímabili þriggja aðalstjórnarmanna, Önnu S. Helgadóttur, Oddgeirs Þórs Gunnarssonar og Óskars R. Jakobssonar og þriggja varastjórnarmanna, Hrefnu Stefánsdóttur, Róberts Ericssonar og Sæmundar Árnasonar. Hér með er lýst eftir uppástungum um þrjá félagsmenn til setu í aðalstjórn næstu tvö ár og á sama hátt jafnmarga […]

Georg Páll Skúlason formaður FBM 2010 – 2012

14 jan. 2010
Eindagi til að skila inn framboðum til formanns í Félagi bókagerðarmanna rann út12. janúar s.l. Eitt framboð barst, um Georg Pál Skúlason. Stjórn Félags bókagerðarmanna.

Nýr námsvísir IÐUNNAR fyrir vorönn 2010

11 jan. 2010
Nýr námsvísir IÐUNNAR er kominn út, honum verður dreift á alla félagsmenn á næstu dögum. Við viljum vekja athygli á því að öll námskeið innan IÐUNNAR er ókeypis fyrir þá félagsmenn sem að eru án atvinnu. Sjá nánar hér

Vetrarleiga í orlofshúsum FBM

4 jan. 2010
Minnum á að vetrarleiga orlofshúsa er í fullum gangi, hægt er að panta hús með því að hringja á skrifstofu FBM í síma 552 8755 eða senda tölvupóst á  fbm(hjá)fbm.is. Í Miðdal eru fjögur hús. Á Akureyri eru tvær íbúðir til leigu. Í Reykjavík er ein íbúð til leigu. Við viljum vekja sérstaka athygli á […]

Atvinnustaða félagsmanna í nóvember 2009

29 des. 2009
Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun fyrir nóvember 2009 voru 7,5% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir og fá greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Alls hafa um 4,6% félagsmanna fengið uppsögn á árinu 2009. Nokkur hluti er enn að vinna uppsagnarfrest og munu væntanlega fara á atvinnuleysisbætur um áramót, en allnokkrir hafa þegar fengið aðra vinnu eða eru farnir í nám. […]

Póstlisti