Fréttir

Kjarakönnun FBM og SI 2010 niðurstöður

19 apr. 2010
Kjarakönnun FBM og SI er lokið. Þátttaka var mjög góð eða 61% sem er veruleg aukning milli kannana en í síðustu könnun sem framkvæmd var árið 2007 var þátttaka 35%. Sjá helstu niðurstöður hér

Morgunblaðið sigraði knattspyrnumót FBM

6 apr. 2010
Knattspyrnumót FBM var haldið laugardaginn 22. apríl í Fífunni í Kópavogi. 11 lið mættu til leiks og spilað var í tveimur riðlum. Morgunblaðið sigraði Plastprent í úrslitaleik en til að knýja fram úrlslit þurfti vítaspyrnukeppni til og samtals 18 vítaspyrnur en leikurinn endaði 6 – 5. Í þriðja sæti var lið PMT.

Skrifað undir kjarasamning FBM/FGT og SÍA

25 mar. 2010
Skrifað var undir  nýjan kjarasamning FGT deildar Félags bókagerðarmanna við Samtök íslenskra auglýsingastofa hjá Ríkissáttarsemjara 24.mars. Samningarnir hafa verið lausir frá 1. janúar 2008 . Samningaferlið við SÍA gekk afar hægt og illa. Það eru nokkrar ástæður fyrir því og sér í lagi vegna þess að framanaf reyndist erfitt að koma fulltrúum SÍA að samningaborðinu. […]

Ný orlofssíða FBM

24 mar. 2010
Félagið hefur opnað nýjan orlofsvef sem býður félagsmönnum upp á þann möguleika að skoða öll orlofshús félagsins. Hægt er að sækja um hús í sumarúhlutun á síðunni. Umsóknir þurfa að berast fyrir kl. 16.30 16. apríl. Félagsmenn fá einnig sendan nýjan orlofsbækling og umsóknareyðublað fyrir sumarúthlutun í pósti. Utan úthlutunartímabila er hægt að bóka laus […]

Íslandsmót iðn- og verkgreina

22 mar. 2010
Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram í Smáralind dagana 18. og 19. mars. Þetta var í fimmta sinn sem mótið var haldið og það stærsta hingað til á Íslandi. Keppt var í eftirtöldum greinum: Málmsuðu, trésmíði, pípulögnum, bíliðngreinum, málaraiðn, dúklagningum, hársnyrtingu, snyrtifræði, grafískri miðlun og ljósmyndun, bakariðn, matreiðslu, framreiðslu, kjötiðn, skrúðgarðyrkju og rafvirkjun. Sigurvegarar í […]

Atvinnustaða félagsmanna

9 mar. 2010
Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun fyrir desember 2009 voru 7,8% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir og fá greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Enn eru nokkrir sem hafa fengið uppsögn og að vinna uppsagnarfrest og munu væntanlega fara á atvinnuleysisbætur fljótlega, en allnokkrir hafa þegar fengið aðra vinnu eða eru farnir í nám. Í dag eru alls 8,3% virkra félagsmanna […]

Aðalfundur 2010

4 mar. 2010
Aðalfundurinn verður haldinn á Grand hótel v/Sigtún, laugardaginn 17. apríl kl. 10.00. Þeir sem að hyggjast leggja fram tillögur um lagabreytingar þurfa að koma þeim á skrifstofu félagsins fyrir kl. 16.30, miðvikudaginn 31. mars nk. Tillögur um lagabreytingar, reikninga og fundargerðir liggja frammi á skrifstofunni í sjö virka daga fyrir aðalfund. Dagskrá fundarins verður auglýst […]

Kjarakönnun 2010

4 mar. 2010
Í kjarasamningum SI og FBM er kveðið á um að gera árlega launakönnun og mun Capacent Gallup í samstarfi við Félag bókagerðarmanna og Samtök iðnaðarins kanna kjör félagsmanna FBM eins og þau voru í febrúar 2010.Könnunin er framkvæmd á meðal félagsmanna í Félagi bókagerðarmanna sem starfa í dag í prentiðnaði og/eða við grafíska hönnun. Um […]

Páskaúthlutun 2010 lokið

23 feb. 2010
Páskaúthlutun 2010 er lokið. Starfsmenn FBM hafa haft samband við alla þá sem að fengu úthlutað orlofshúsi um páskana. Þeir hafa frest til 2. mars til að ganga frá greiðslu. Ef að einhver hús verða laus eftir 2. mars verður úthlutað til þeirra sem að sóttu um en fengu ekki hús í fyrstu umferð.

Félagsmaður FBM vinnur til verðlauna

12 feb. 2010
Blær Guðmundsdóttir grafískur hönnuður og félagsmaður í FBM ásamt Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara og Yesmine Olsson rithöfundi, unnu þriðju verðlaun í alþjóðlegu matreiðslubókakeppninni Gourmand sem haldin er í Frakklandi. Bókin Framandi og freystandi 2 var valin þriðja besta matreiðslubók um asískan mat sem gefin var út í löndum utan Asíu árið 2009. Bókin var litgreind og […]

Póstlisti