Atvinnustaða félagsmanna
9 mar. 2010
Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun fyrir desember 2009 voru 7,8% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir og fá greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
Enn eru nokkrir sem hafa fengið uppsögn og að vinna uppsagnarfrest og munu væntanlega fara á atvinnuleysisbætur fljótlega, en allnokkrir hafa þegar fengið aðra vinnu eða eru farnir í nám. Í dag eru alls 8,3% virkra félagsmanna atvinnulausir.
Um áramót eru færri í skertu starfshlutfalli en voru á árunum 2008 og 2009. Ekki liggur ljóst fyrir hversu margir félagsmenn eru í skertu starfshlutfalli í dag.
Reykjavík, 9. mars 2010.
Fh. Félags bókagerðarmanna
Georg Páll Skúlason, formaður