Fréttir

Boðað til stofnfundar Prentsöguseturs

16 feb. 2015
Boðað er til stofnfundar Prentsöguseturs, laugardaginn 21. febrúar nk., kl. 13.00 í fundarsal Landsbókasafns Íslands, Háskólabókasafni, Arngrímsgötu 3, Reykjavík. Á fundinum verður borin upp tillaga að formlegri stofnun Prentsöguseturs og markmið slíks safns. Hér fylgir með sem viðhengi boð á stofnfundinn. Sjá nánar hér.  

Sýningar í Þjóðarbókhlöðunni

10 feb. 2015
Sýning um lífsstarf Hafsteins Guðmundssonar og sýning Svans Jóhannessonar Prentsmiðjueintök opnuðu laugardaginn 7. febrúar í Þjóðarbókhlöðu. Sýningarnar verða opnar til 14. ágúst 2015. Sjá auglýsingu um viðburðinn nánar hér

Dagur íslensks prentiðnaðar

4 feb. 2015
      Þann 6. febrúar 2015 standa IÐAN fræðslusetur, Félag bókagerðarmanna og Samtök Iðnaðarins, fyrir degi íslensks prentiðnaðar. Á þessum degi ætlar starfsfólk í prent- útgáfu og hönnunariðnaði að hittast í Vatnagörðum 20 (nýtt húsnæði IÐUNNAR) og fræðast og skemmta sér saman. Undirbúningur er á lokastigi og kynningar í gangi. Frá kl. 15.00-18.00 verða […]

AÐALFUNDUR FBM 16. apríl 2015

3 feb. 2015
Sjá hér auglýsingu um aðalfund

Kosning stjórnar og varastjórnar FBM 2015

3 feb. 2015
Sjá hér. 2015 stjornarkosn.pdf

Verðlaunakrossgáta PRENTARANS

26 jan. 2015
Dregið hefur verið úr réttum lausnum í Verðlaunakrossgátu PRENTARANS. Sveinn L. Jóhannesson hlaut 1. verðlaun sem er kr. 20.000,- Gunnhildur Ingvarsdóttir hlaut 2. verðlaun sem er helgardvöl að eigin vali í orlfoshúsum FBM í vetur. Við viljum þakka öllum þátttakendum fyrir innsendar lausnir.

Páskaleiga Ölfusborga og Ljósheima

20 jan. 2015
Páskaleiga 2015, Ölfusborga og Reykjavík, Ljósheima 10, 4. hæð. Opnað verður fyrir útleigu páskavikunnar 1.-8. apríl 2015 á orlofsvef félagsins, mánudaginn 26. janúar n.k., kl. 12.00. Fyrirkomulag útleigu verður með þeim hætti að félagsmenn FBM og FMA hafa jafnan möguleika til að leigja vikurnar og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær og aðeins er hægt […]

PRENTARINN er kominn á vefinn

20 jan. 2015
Við viljum vekja athygli á því að Prentarinn er kominn á vefinn. Sjá hér Einnig viljum við minna á að síðasti dagur til að senda inn lausn á krossgátunni er 23. janúar.

Námsvísir vorannar IÐUNNAR

12 jan. 2015
Námsvísir vorannar IÐUNNAR 2015 er kominn á vefinn. Yfir 230 fjölbreytt námskeið verða í boði. Í næstu viku fer námsvísinn í dreifingu meðal félagsmanna.   Sjá nánar: http://www.idan.is/180-forsida/911-namsvisir-vorannar-2015-er-kominn-ut

Orlofshúsavefurinn; Opið tímabil

12 jan. 2015
Nú er búið að opna fyrir tímabilið eftir páska fram að sumarúthlutun, eða frá 8. apríl – 5. júní. Sjá nánar á http://www.orlof.is/fbm/

Póstlisti