Fréttir

Desemberuppbót 2018

29 nóv. 2018
Desemberuppbót kemur til greiðslu 1.-15. desember nk.   Sjá nánar í auglýsingu Desemberuppbót 2018

Trúnaðarráð 2018-2020

27 nóv. 2018
Framboð til Trúnaðarráðs GRAFÍU var auglýst í lok ágúst með fresti til að skila inn lista til 4. október 2018. Framboð eins lista barst skrifstofu félagsins fyrir eindaga. Því eru eftirtaldir félagsmenn í GRAFÍU kjörnir í Trúnaðarráð tímabilið 1. nóvember 2018 – 31. október 2020 Aðalmenn: Anna S. Helgadóttir Guðmundur Gíslason, Prentmet Ingólfur Þorsteinsson, Morgunblaðið […]

Bókaútgefendur fluttu sjálfir vinnslu bóka úr landi

26 nóv. 2018
Í kvöldfréttum RÚV 25. nóvember sl. var frétt þess efnis að jólabækurnar væru almennt prentaðar erlendis í ár og ekki annað að skilja á framkvæmdastjóra Forlagsins en að það væri Prentsmiðjunni Odda að kenna og vísað til þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að selja úr landi bókbandsvél sem gerði kleift að fjöldaframleiða harðspjaldabækur. Vissulega er miður að […]

JÓLABALL Í SÚLNASAL

9 nóv. 2018
Grafía og Matvís ætla að skella í sameiginlegt jólaball sem haldið verður á Hótel Sögu í Súlnasalnum. Sjá nánari upplýsingar í auglýsingu. auglýsing

Norræn bókbandssýning – OPNUN

31 okt. 2018
Norræn bókbandssýning opnar á Landbókasafninu þann 1. nóvember, kl 16.00. Sýningin verður opin frá 1. nóvember til og með 1. desember Opnunartíma safnsins má sjá hér: https://landsbokasafn.is/index.php/thjonusta/opnunartimar auglýsing

Kjarakönnun GRAFÍU og SI 2018

19 okt. 2018
Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í kjarakönnun félagsins sem hefur verið send út til allra sem starfa á kjarasamningi GRAFÍU og SA og GRAFÍU og FA/SÍA. Könnunin er unnin af GALLUP og er bæði hægt að taka þátt á netinu og í gegnum síma en starfsmenn GALLUP sjá um gagnaöflun. GALLUP dregur 10 […]

Stop work-related crime (enska og pólska)

12 okt. 2018
Stop work-related crime Należy powstrzymać łamanie prawa na rynku pracy

Yfirlýsing eftir Kveik – Stöðvum brotastarfsemi á vinnumarkaði

12 okt. 2018
Yfirlýsing – Stöðvum brotastarfsemi

Haraldur Örn fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á ...

1 okt. 2018
Haraldur Örn Arnarson prentsmiður hlaut 704 stig i keppni í grafískri miðlun/hönnun á EuroSkills 2018 í Búdapest sem lauk í gær og varð í 6. sæti af 14 keppendum. Það er besti árangur sem Ísland hefur náð á vettvangi World Skills og EuroSkills. Haraldur Örn starfar í Prentmet og Þorgeir Valur Ellertsson prentsmiður í Svansprenti […]

Ásbjörn hlaut silfurverðlaun á EuroSkills í Búdapest

1 okt. 2018
Ásbjörn Eðvaldsson hlaut silfurverðlaun á EuroSkills í Búdapest, hann keppti í rafeindavirkjun og hlaut 710 stig sem er framúrskarandi árangur, 6 keppendur tóku þátt í greininni. Átta keppendur frá Íslandi tóku þátt í EuroSkills, sem fór fram dagana 26.-28. september og allir sem einn stóðu sig mjög vel. Íslenski hópurinn fékk þrjár viðurkenningar fyrir framúrskarandi […]

Póstlisti