Catégorie: Fréttir

1. maí 2020 með breyttu sniði

29. apríl, 2020

Fréttir

Í fyrsta skipti síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Við þessu er brugðist með útsendingu frá sérstakri skemmti-og baráttusamkomu sem flutt verður í Hörpu að kvöldi 1. maí og sjónvarpað á Rúv (kl. 19:40). Landsþekktir tónlistarmenn, skemmtiatriði og hvatningarorð frá forystu verkalýðshreyfingarinnar einkenna […]

Fór nokkra hringi til að safna þessu saman

Fréttir

Prentsmiðjubókin var fimm ár í smíðum og Svanur Jóhannesson sér ekki eftir einni einustu mínútu sem fór í verkið. — Morgunblaðið/Þórður Arnar Prentsmiðjubókin eftir Svan Jóhannesson kemur út í næstu viku en þar er hermt af tæplega fjögur hundruð prentstöðum á Íslandi allt aftur á öndverða sextándu öld. Svanur segir verkið hafa verið fróðlegt og ánægjulegt […]

Krossgáta Prentarans – verðlaunahafar

21. apríl, 2020

Fréttir

Frestur til að skila inn lausnum í Krossgátu PRENTARANS var til 17. apríl s.l. Dregið var úr réttum lausnum og 1. verðlaun hlaut Eyjólfur Ó. Eyjólfsson og hlaut hann 25.000 kr. 2. verðlaun hlaut Hafsteinn Sigurðsson sem er helgardvöl að eigin vali í orlofshúsum Rafiðnaðarsambands Íslands. GRAFÍA óskar þeim til hamingju og þakkar félagsmönnum fyrir […]

Tímakaup í dagvinnu 1. apríl 2020

20. mars, 2020

Fréttir

Björk Marie Villacorta hlaut silfurverðlaun fyrir góðan árangur á sveinsprófi í prentsmíð

11. febrúar, 2020

Fréttir, Óflokkað

Björk starfar sem prentsmiður í Svansprenti og lærði þar undir handleiðslu Þorgeirs Vals Ellertssonar. Hún hlaut silfurverðlaun fyrir góða frammistöðu á sveinsprófi á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, laugardaginn 8. febrúar 2020 í Ráðhúsi Reykjavíkur. GRAFÍA óskar henni innilega til hamingju og óskar henni góðs gengis í framtíðinni. Hér má sjá ýmislegt frá hátíðinni. Guðni Th. […]

Kjarasamningur GRAFÍU við FA/SÍA vegna grafískra hönnuða samþykktur með 92% atkvæða

14. júní, 2019

Fréttir

Atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings GRAFÍU við FA/SÍA vegna grafískra hönnuða lauk í dag 14. júní kl. 12.00 á hádegi. Á kjörskrá voru 93. Atkvæði greiddu 25 eða 26.88%. Já sögðu 23 eða 92% Nei sagði 1 eða 4% Tóku ekki afstöðu 1 eða 4% Samningurinn er því samþykktur. Niðurstöðuna má sjá hér.

Kosning um kjarasamning GRAFÍU og Samtaka atvinnulífsins, maí 2019

14. maí, 2019

Fréttir

Kosning hér: Kosningu lýkur kl. 12.00 á hádegi, þriðjudaginn 21. maí   Ágætu félagar Kjarasamningar samflots iðnaðarmanna voru undirritaðir s.l. nótt. Samningarnir eru byggðir á sambærilegum forsendum og kjarasamningar SGS og Landssambands verslunarmanna sem gerðir voru 3. apríl s.l. Samningur GRAFÍU við Samtök atvinnulífsins í heild sinni má nálgast hér Reykjavík, 3. maí 2019 Georg […]

Verðlaunahafar í Krossgátu PRENTARANS

9. mars, 2018

Fréttir, Óflokkað

Frestur til að skila inn lausnum í Verðlaunakrossgátu PRENTARANS var til 15. febrúar s.l. Sex rétt svör bárust. Því var dregið úr réttum lausnum og 1. verðlaun hlaut Pétur Pétursson í Vestmannaeyjum og hlaut hann 20.000 kr. 2. verðlaun hlaut Ragnheiður Linda Eyjólfsdóttir frá Reykjavík. Hún hlaut helgardvöl að eigin vali í orlofshúsum GRAFÍU. GRAFÍA […]

Formannafundur ASÍ vill ekki segja upp samningum

28. febrúar, 2018

Fréttir

Formannafundur ASÍ, sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum. Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig. Niðurstaða formanna: Já, vil segja upp 21 (42,9%) Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%) Vægiskosning: Já 52.890 (66,9%) Nei 26.172 (33,1%) […]

Pálskaleiga orlofshúsa – einddagi fyrir umsóknir í dag 15. febrúar kl.16.00

15. febrúar, 2018

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á orlofsvef félagsins www.orlof.is/grafia Einnig er hægt að hringja á skrifstofu GRAFÍU eða senda tölvupóst á netfangið grafia@grafia.is   Sjá auglýsingu hér

Póstlisti