Áframhaldandi aðild að RSÍ samþykkt með 88,51% atkvæða
4 apr. 2023
Dagana 29. mars – 3. apríl 2023 fór fram atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna GRAFÍU um áframhaldandi aðild að Rafiðnaðarsambandi Íslands.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var að 308 eða 88,51% voru hlynnt áframhaldandi aðild og 25 eða 7,18% voru andvíg, 15 eða 4,13% tóku ekki afstöðu. Kjörsókn var 42,1% eða 348 en 827 voru á kjörskrá.
Áframhaldandi aðild var samþykkt með afgerandi niðurstöðu. Óhætt er að fullyrða að almenn ánægja félagsmanna hefur verið með ákvörðunina og hefur samstarfssamningurinn gengið að öllu leiti eftir eins og að var stefnt.
Hér má sjá myndræna framsetningu á niðurstöðunni: