Fréttir

Tjaldsvæðið í Miðdal

6 júl. 2023

Kæra félagsfólk nú er sumarið loksins komið og spáin næstu daga með allra besta móti. Það er ljóst að margir ætla sér að nýta góða veðrið en tjaldsvæðið á Skógarnesi er  nánast orðið fullbókað um helgina, en fyrir þá sem langar að fara í útilegu getum við glatt ykkur með því að næg tjaldsvæði eru í Miðdal.

Í Miðdal er glæsileg aðstaða, gott leiksvæði fyrir börn og frábærar gönguleiðir í fallegu umhverfi.  Unnið hefur verið að endurbótum á svæðinu og komið nýtt þjónustuhús með góðri aðstöðu. Að gefnu tilefni vekjum við athygli á að í vor voru gerðar breytingar á bókunarkerfi fyrir tjaldsvæðið í Miðdal, en ekki er lengur hægt að bóka sér svæði á orlofsvefnum. Í gildi er reglan „fyrst koma, fyrst fá“. Hlökkum til að sjá ykkur öll um helgina hvort sem er á Skógarnesi eða í Miðdal og vonum að helgin verði ykkur ánægjuleg og að sjálfsögðu hvetjum við alla til að fara varlega í umferðinni.

Til baka

Póstlisti