Fréttir

Sumarúthlutun orlofseigna GRAFÍU 2018

20 mar. 2018
Opnað hefur verið fyrir umóknir á orlofsvefnum. Umsóknarfrestur er til kl.16.00, 12 apríl nk. Sjá nánar um úthlutunarreglur o.fl. auglýsing

Fundur fulltrúaráðs launamanna í Birtu lífeyrissjóði

15 mar. 2018
Þann 20. mars n.k. verður fundur fulltrúaráðs launamanna í Birtu lífeyrissjóði haldinn í sal Rafiðnaðarskólans kl. 17.30.

Verðlaunahafar í Krossgátu PRENTARANS

9 mar. 2018
Frestur til að skila inn lausnum í Verðlaunakrossgátu PRENTARANS var til 15. febrúar s.l. Sex rétt svör bárust. Því var dregið úr réttum lausnum og 1. verðlaun hlaut Pétur Pétursson í Vestmannaeyjum og hlaut hann 20.000 kr. 2. verðlaun hlaut Ragnheiður Linda Eyjólfsdóttir frá Reykjavík. Hún hlaut helgardvöl að eigin vali í orlofshúsum GRAFÍU. GRAFÍA […]

Formannafundur ASÍ vill ekki segja upp samningum

28 feb. 2018
Formannafundur ASÍ, sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum. Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig. Niðurstaða formanna: Já, vil segja upp 21 (42,9%) Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%) Vægiskosning: Já 52.890 (66,9%) Nei 26.172 (33,1%) […]

Fréttatilkynning ASÍ vegna kjararáðs

15 feb. 2018
Reykjavík 15. febrúar 2018   Fréttatilkynning ASÍ vegna kjararáðs Kjararáð fór í ákvörðunum sínum um kjör æðstu stjórnenda ríkisins, langt umfram viðmið rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda frá 2015. Ákvarðanir þess voru óskýrar, ógagnsæjar og samræmast ekki fyrirmælum í lögum um störf þess. Starfshópur sem skipaður var til að fjalla um málefni kjararáðs 23. Janúar […]

Pálskaleiga orlofshúsa – einddagi fyrir umsóknir í dag ...

15 feb. 2018
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á orlofsvef félagsins www.orlof.is/grafia Einnig er hægt að hringja á skrifstofu GRAFÍU eða senda tölvupóst á netfangið grafia@grafia.is   Sjá auglýsingu hér

20 félagsmenn GRAFÍU í Odda missa vinnuna

15 feb. 2018
Um síðustu mánaðamót bárust slæm tíðindi um fjöldauppsögn í Odda. Starfsstöðvum í plastdeild á Fosshálsi og kassaframleiðslu á Köllunarklettsvegi verður lokað á næstu mánuðum. Öllum 86 starfsmönnum þar var sagt upp störfum og þeirra á meðal eru 20 félagsmenn GRAFÍU, fagmenn og aðstoðarfólk, 11 á Fosshálsi, 2 á Köllunarklettsvegi og 7 á Höfðabakka.   Hugur […]

Kjör fulltrúa launamanna í stjórn Birtu lífeyrissjóðs

12 feb. 2018
Valnefnd launamanna Birtu lífeyrissjóðs auglýsir nú eftir fulltrúum til að taka sæti í stjórn sjóðsins.   Sjá nánar auglýsingu hér      

Pallborðsumræðu um áhrif #metoo byltingarinnar innan vinnumarkaðsins

31 jan. 2018
Fréttatilkynning: ASÍ-UNG efna til pallborðsumræðu um áhrif #metoo byltingarinnar innan vinnumarkaðsins og aðgerðir stéttarfélaga í þeim málum, þriðjudaginn 6. febrúar kl.20.00 í Stúdentakjallaranum. #metoo byltingin hefur verið mikið í umræðunni undanfarið bæði hér á landi og um allan heim. ASÍ-UNG langar að fá ólík sjónarmið að borðinu og bjóða upp á vettvang fyrir spurningar frá gestum úr […]

Dagur prents og miðlunar föstudaginn 26. janúar kl. ...

25 jan. 2018
Dagur prents og miðlunar verður haldinn í fjórða sinn föstudaginn 26. janúar kl. 15 – 20 í Vatnagörðum 20. Við hvetjum alla félagsmenn til að fjölmenna, kynna sér áhugaverða dagskrá og hitta félagana. Sjá nánar dagskrá á www.idan.is

Póstlisti