Grafía - page 9

Eingreiddar dánarbætur virkra félagsmanna.
a) Eingreiddar dánarbætur við andlát virks og greiðandi
sjóðfélaga eru 367.000 krónur. Dánarbætur renna til
dánarbús hins látna
b) Aðrar dánarbætur – félagsmenn hættir störfum vegna aldurs/
örorku
Við andlát félagsmanns, sem ekki er á vinnumarkaði, en var
sjóðfélagi við starfslok, er stjórn sjóðsins heimilt að greiða hluta
dánarbóta til dánarbús hins látna.
Skilyrði greiðslu skv. þessum lið er að hinn látni hafi verið sjóðfélagi
samfellt síðustu 5 ár fyrir starfslok vegna aldurs/örorku, þ.e. var
síðast félagsmaður GRAFÍU-stéttarfélags. Greiðsla til eftirlifandi
maka eða barna innan 18 ára aldurs skal vera að hámarki kr.
183.500. Stjórn sjóðsins hefur heimild til þess að greiða hluta
dánarbóta til annarra lögerfingja sem kosta útför hins látna, að
hámarki kr. 122.500.-.
Bótafjárhæðir miðast við vísitölu neysluverðs pr. 1.1 2018 og taka
sömu breytingum og hún.
Í samræmi við 5. grein reglugerðar Sjúkrasjóðs eiga
félagsmenn sem ekki greiða í Sjúkrasjóð, ekki rétt til
annarra styrkja en dánarbóta. Félagsgjald sem er greitt skv.
hlutastarfi veitir einungis rétt til samsvarand hluta í styrk til
sjúkrasjóðs. Skv. ákvörðun stjórnar Sjúkrasjóðs njóta öryrkjar
og félagsmenn í atvinnuleit undanþágu frá þessu ákvæði og
félagsmenn á eftirlaunum njóta réttar í 24 mánuði eftir að
greiðslum lýkur í Sjúkrasjóð
1,2,3,4,5,6,7,8 10,11,12,13,14,15,16,17,18,19,...20
Powered by FlippingBook