Grafía - page 7

Glasafrjóvgun:
Styrkur er veittur sem nemur 25% af kostnaði félagsmanns, að
hámarki kr. 100.000, mest þrjár meðferðir.
Krabbameinsleit:
Kembileit hjá Krabbameinsfélagi Íslands er styrkt að fullu.
Kostnaðarsöm heilbrigðisþjónusta:
Styrktarsjóði er heimilt að taka þátt í kostnaði félagsmanna
vegna kostnaðarsamrar heilbrigðisþjónustu. Tannlækningar og
tannviðgerðir falla ekki undir þennan styrk.
Styrkur er metinn hverju sinni en er þó ekki hærri en 40% af
útlögðum kostnaði, hafi kostnaður verið hærri en kr. 85.000, þó
aldrei hærri styrk en kr. 80.000, auk þátttöku í ferðakostnaði sé um
það að ræða. Styrk samkvæmt þessari reglu er að jafnaði ekki hægt
að veita sama félagsmanni nema einu sinni á þriggja ára tímabili.
Til kostnaðarsamra læknisaðgerða telst t.d.:
• Laser sjónaðgerð
• Heyrnartæki
• Dvöl á Heilsustofnun í Hveragerði
Ákvörðun um veitingu styrkja er alltaf í höndum stjórnar
sjúkrasjóðs.
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...20
Powered by FlippingBook