Grafía - page 8

Ferðastyrkur:
Til að jafna aðstöðu þeirra sem búa á landsbyggðinni tekur
sjúkrasjóður þátt í ferðakostnaði þeirra sem þurfa að fara
landshluta á milli til aðgerða eða rannsókna að læknisráði.
Sækja verður um styrk til Sjúkratrygginga Íslands.
Hafni Sjúkratryggingar greiðslu er greitt fyrir 40 til 100 km
kr. 3.000, 100 til 250 km kr. 6.000, 250 til 400 km kr. 10.500
og 400 km og lengra kr. 15.000. Hámark er greitt fyrir 25 ferðir á ári.
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Löggilt frumrit af kvittun frá meðferðaraðila. Afrit af höfnunarbréfi
Sjúkratrygginga Íslands.
Áfengis- og vímuefnameðferðir:
Hafi félagsmaður dvalið á viðurkenndu endurhæfingarhæli vegna
ofneyslu áfengis eða fíkniefna veitir sjóðurinn styrk í allt að sex
vikur.
Veikindi barna:
Styrkur greiðist í allt að 30 daga á hverju 12 mánaða tímabili vegna
veikinda barna og í allt að 90 daga vegna langveikra barna. Styrkur
miðast við 80% af meðaltalslaunum síðustu sex mánaða, enda
missi sjóðfélagi launatekjur vegna þeirra.
Veikindi maka:
Styrkur greiðist í allt að 90 daga á hverju 12 mánaða tímabili
vegna mjög alvarlegra veikinda maka. Styrkur miðast við 80%
af meðaltalslaunum síðustu sex mánaða, enda missi sjóðfélagi
launatekjur vegna þeirra.
1,2,3,4,5,6,7 9,10,11,12,13,14,15,16,17,18,...20
Powered by FlippingBook