Grafía - page 11

Fræðslusjóður styrkir nám og tómstundanám hjá viðurkenndum
fræðsluaðilum sem þó ekki er starfstengt hjá félagsmanni.
Auk þess veitir sjóðurinn ferðastyrki vegna náms erlendis.
Greiðendur í sjóðinn eru félagsmenn Grafíu sem starfa í prent-
og auglýsingaiðnaði í samræmi við kjarasamninga SA og SÍA við
Grafíu.
Skilyrði fyrir styrkveitingu er að greitt hafi verið af viðkomandi í
Fræðslusjóð í a.m.k. 24 mánuði og að umsókn berist áður en nám
hefst.
Vinsamlegast athugið að umsóknir eru afgreiddar eftir 15. hvers
mánaðar. Umsóknir í Fræðslusjóð og Prenttæknisjóð eru afgreiddar
sameiginlega og skulu berast áður en að nám hefst.
Hámarksupphæð styrkja úr sjóðunum eru 280.000 kr. á hverju
tólf mánaða tímabili, auk ferðastyrkja sem geta að hámarki orðið
70.000 kr. á sama tímabili og sérstakra styrkja vegna fagtengdra
sýninga. Tímabilið reiknast frá umsóknardegi og tólf mánuði aftur í
tímann.
Tómstundastyrkir
Sjóðurinn veitir styrk til tómstundanámskeiða sem nemur 75% af
kostnaði, þó að hámarki kr. 70.000 á ári.
Ferðastyrkir innanlands.
Greitt er lægsta flugfargjald vegna ferðalags frá heimabyggð til
námskeiðsstaðar. Ökutækjastyrkur er 7.000 kr. til þeirra sem búa
í 40 km – 119 km fjarlægð frá námskeiðsstað. Ökutækjastyrkur
er 11.500 kr. til þeirra sem búa í 120 km – 249 km fjarlægð frá
námskeiðsstað. Ökutækjastyrkur er 17.000 kr til þeirra sem búa í
250 km fjarlægð eða fjær frá námskeiðsstað.
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10 12,13,14,15,16,17,18,19,20
Powered by FlippingBook