Fréttir

Vertu á verði – góð viðbrögð

16 jan. 2014

Reykjavík 10. janúar 2014

 

Góð viðbröð – verðhækkanir dregnar til baka

Í gær sendi Alþýðusamband Íslands bréf til þeirra fyrirtækja sem hafa hækkað verð hjá sér undanfarið með áskorun um að draga þær nú þegar til baka. Viðbrögðin hafa verið góð og vonandi verður framhald þar á.

N1, Emmessís, Kaupfélag Skagfirðinga og Bílastæðastjóður hafa dregið hækkanir sínar til baka og nokkur fyrirtæki hafa tilkynnt um að þau muni ekki hækka verð þ.m.t. Góa, Matfugl, Flúðasveppir. Hagkaup og Bónus hafa auk þess gefið út yfirlýsingu um að þau muni lækka verð á fjölmörgum vörum í verslunum sínum.

Við fögnum þessum árangri og höldum ótrauð áfram!

ASÍ mun áfram senda bréf til þeirra fyrirtækja sem við fáum ábendingar um að hafi eða ætli að hækka verð hjá sér. Þeir sem ekki bregðast við áskorun okkar lenda á svörtum lista sem við birtum eftir helgi.

Í dag, föstudag, verður opnuð undirsíða á – vertuaverdi.is undir yfirskriftinni – Við hækkum ekki – þar sem fyrirtæki geta sent inn yfirlýsingu og nöfn þeirra munu í framhaldinu birtast á lista á síðunni.

Til baka

Póstlisti