Fréttir

Tjaldsvæði RSÍ og GRAFÍU – Skógarnes einnig opið fyrir félagsmenn GRAFÍU

31 maí. 2019

Tjaldsvæðin í Miðdal og Skógarnesi opna formlega 31. maí 2019.

Tjaldsvæði RSÍ og Grafíu í Skógarnesi og Miðdal
Nú stendur félagsmönnum RSÍ og GRAFÍU til boða að tjalda á tjaldsvæðum RSÍ í Skógarnesi og Grafíu í Miðdal. Á báðum stöðum eru glæsileg tjaldsvæði með góðu þjónustuhúsi sem er með bæði salernis- og sturtuaðstöðu. Gott leiksvæði er við tjaldsvæðin þar eru leiktæki fyrir börn, ærslabelgur, körfuboltavöllur og minigolf. Hundahald er leyfilegt á svæðinu, skilyrði er að hundar séu í bandi og að eigendur þrífi upp eftir þá. Hyggi félagsmenn á útilegu í Miðdal eða Skógarnesi er mikilvægt að hafa félagsskírteinið meðferðis.

Áfram verða í boði 10 skipta klippikort og sumarkort í Miðdal. Það fyrirkomulag verður óbreytt í sumar en verður endurskoðað fyrir sumarið 2020.

Stjórn GRAFÍU

 

Til baka

Póstlisti