Fréttir

TJALDSVÆÐI Á SKÓGARNESI OG Í MIÐDAL SUMARIÐ 2020

26 maí. 2020

Tjaldsvæði á Skógarnesi og í Miðdal verða opnuð föstudaginn 29. maí 2020

Aðgengi að tjaldsvæðum RSÍ er með breyttu sniði í sumar vegna Covid-19. Settar hafa verið reglur um fjarlægðir á milli eininga og hafa svæðin verið stúkuð í samræmi við þær reglur. Fjórir metrar eiga að vera á milli eininga (hver eining er hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn húsbíll eða tjald). Félagar eru því beðnir um að passa upp á að staðsetja einingu tvo metra frá stiku sem skilur að stæðin til að tryggja að fjórir metra séu á milli.

Panta þarf og greiða fyrir tjaldstæði fyrirfram, áður en komið er á svæðið. Þannig fyrirbyggjum við að ekki verði of margir verði á svæðinu á hverjum tíma.

Yfirlitsmynd af öllum svæðum verður á orlofsvefnum https://orlof.is/rafis/ til að allir séu meðvitaðir um það hvaða stæði er verið að bóka.

Tjaldstæði eru bókuð á orlofsvef með sambærilegum hætti og orlofshúsin. Framvísa  þarf kvittun þegar komið er á svæðið, hafa þarf samband við umsjónarmann við komu.

Rafmagn er innifalið í gjaldi – boðið verður upp á tjaldsvæði án rafmagns á tilgreindum svæðum fyrir þá sem það vilja.

Tjaldstæði er aðgengilegt kl 16:00 á komudegi, nema á sunnudögum þá er komutími kl 18:00

Yfirgefa þarf svæðið í síðasta lagi kl 16:00 á brottfarardegi nema á sunnudögum þá er brottfarartími kl 18:00

Hver félagsmaður má hafa með sér gesti, eina einingu fyrir utan sína eigin, samtals 2 einingar með einingu félagsmanns (húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn eða tjöld eru einingar). Ákveðið var að láta félaga okkar ganga fyrir á tjaldsvæðum í sumar og takmarka fjölda gesta frá því sem verið hefur.

Til að byrja með verður opnað á bókanir fyrir eina viku í senn þar sem hafa þarf svigrúm við skipulag vegna samkomubanns.

Sameiginleg sturtuaðstaða og grill verða lokuð til að byrja með til að takmarka smitleiðir. Við bendum á sundlaugar sem eru í nágrenninu eins og t.d. Borg í Grímsnesi, Reykholt og Laugarvatn.

Bátar verða lokaðir, golfkylfur og frisbí diskar verða ekki í boði, til að takmarka smitleiðir.

Langtímatjaldstæði verða ekki í boði í Miðdal eins og verið hefur undanfarin sumur.

 

Opnað verður fyrir bókanir: 

fimmtudaginn 28. maí kl 9:00. Opnað verður fyrir tímabilið 29.05-05.06. 2020

Fimmtudaginn 4. júní verður opnað fyrir bókanir 05.06-12.06.2020

Markmiðið er að hafa ekki of langt tímabil opið í einu til að geta gert breytingar með stuttum fyrirvara verði breytingar á samkomubanni. Einnig þurfum við svigrúm til að meta hvernig nýtt fyrirkomulag gengur fyrir sig og gera breytingar verði þess þörf.

 

Verðskrá  Félagsmenn

Helgi frá föstudegi til sunnudags kr 4.000 per einingu með rafmagni (helgi er frá föstudegi til sunnudags)

Mánudagur til föstudags kr 2.000 sólarhringur per einingu með rafmagni

 

Verðskrá fyrir svæði sem eru ekki með rafmagn

Helgi frá föstudegi til sunnudags kr 3000 per einingu

Mánudagur til föstudags kr 1500 sólarhringur per einingu

 

Verðskrá gestir 

Helgi frá föstudegi til sunnudags kr 6.000 per einingu með rafmagni

Mánudagur til föstudags kr 3000 sólarhringur per einingu með rafmagni

 

Verðskrá fyrir svæði sem eru ekki með rafmagn (D svæði)

Helgi frá föstudegi til sunnudags kr 5000 per einingu

Mánudagur til föstudags kr 2500 per einingu

Þegar tjaldsvæði er bókað á orlofsvef fyrir gesti er greitt sama gjald og um félagsmann sé að ræða. Viðbótargjald greiðist hjá umsjónarmanni við komu.

 

Birt með fyrirvara um villur

Til baka

Póstlisti