Fréttir

Kynningarfundur um framtíð lífeyriskerfisins hjá Birtu

13 jún. 2021

Fyrir kjörna fulltrúa og aðra sjóðfélaga

Fulltrúaráðsfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn þriðjudaginn 15. júní kl. 17:00 á Grand hóteli, Reykjavík.

Á fundinum mun Benedikt Jóhannesson gera grein fyrir úttekt Talnakönnunar hf. á tryggingarvernd sjóðfélaga Birtu í víðara samhengi en gert er í ársskýrslu.

Við leyfum okkur að horfa 50 ár fram í tímann þar sem hugað að:

  • Nægjanleika lífeyris
  • Áhrif séreignar á lífeyri og ráðstöfun hennar til húsnæðiskaupa
  • Samspil við almannatryggingakerfið
  • Breytingum á grunnforsendum lífeyris

Auk kjörinna fulltrúa eru allir sjóðfélagar velkomnir á fundinn á meðan að húsrúm leyfir.

Fundinum verður streymt á vef Birtu, www.birta.is

https://birta.is/um-sjodinn/frettir/kynningarfundur-framtid-lifeyriskerfisins/

Til baka

Póstlisti

Viðburðir á næstunni

Engir viðburðir eru skráðir ennþá.