Fréttir

Iðnaðarmannahús á Stórhöfða 31

30 okt. 2017

Iðnaðarmannafélögin, GRAFíA, MATVÍS – matvæla og veitingasamband Íslands, FIT félag iðn og tæknigreina, RSÍ – Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn og Byggiðn – félag byggingamanna hafa keypt saman Stórhöðfa 31.

Félögin munu hefja samstarf í húsinu á næsta ári en félögin sem fyrir eru í húsinu, RSÍ, MATVÍS og GRAFÍA, munu starfa áfram þar á sama tíma og húsið verður endurskipulagt, stækkað og innréttað í samræmi við þarfir félaganna.

GRAFÍA hefur verið á Stórhöfða 31 frá árinu 2012 en RSÍ og MATVÍS hafa verið þar frá árinu 2000. Félögin verða eignaraðilar í samræmi við stærð hvers og eins.

Markmiðið með samstarfinu er að auka slagkraft félaganna og miðla af þekkingu og reynslu, auka hagkvæmni í rekstri með betri nýtingu húsnæðis og fundaraðstöðu.

Á aðalfundi GRAFÍU í apríl s.l. var fjallað um samstarf félaganna og stjórn GRAFÍU veitt heimild til að fjárfesta í húsnæði á grunni samstarfsins. Það er því með mikilli ánægju sem stjórn GRAFÍU kynnir þessa niðurstöðu sem er mun hagkvæmari en tillagan að húsnæði sem var til umfjöllunar á aðalfundinum. Húsnæðið sem GRAFÍA fjárfestir í á Stórhöfða 31 var í eigu Birtu lífeyrissjóðs, kostaði rúmlega 29 milljónir og er 114 fermetrar að stærð eða tæplega 5,2% af heildarstærð hússins.

Til baka

Póstlisti